Eldsnöggir að hækka verð á tölvuleikjum 20. mars 2008 00:01 Aðeins lítill hluti tölvuleikja var verðmerktur þegar Fréttablaðið kannaði verð í gær. Aðspurður sagði starfsmaður nýja verðmiða vera í prentaranum og yrðu bráðlega settir á hillurnar.fréttablaðið/anton Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali. Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum kannað í sömu verslunum. Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999 krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum. Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT. PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999 krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999 krónum í 7.999. Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm prósentum. „Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreytingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á fleiri verðhækkunum á næstunni. Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“ Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tölvuleikir hafa hækkað í verði síðan krónan fór á skrið fyrir nokkrum dögum. Í verslunum BT eru þeir nú að meðaltali þrettán prósentum dýrari en 1. mars, samkvæmt verðkönnunum Fréttablaðsins og leikjasíðunnar GameOver.is. Í Elko hafa þeir hækkað um sex prósent að meðaltali. Verð fimmtán tölvuleikja var kannað í verslunum BT og Elko í Skeifunni um hádegisbil í gær. Fjórtán þeirra voru til í BT og níu í Elko. Þessi verð voru síðan borin saman við niðurstöður verðkönnunar GameOver.is frá 1. mars. Þar var verð á sömu leikjum kannað í sömu verslunum. Niðurstöðurnar eru þær að tölvuleikjaverð hefur hækkað í nær öllum tilfellum. Hlutfallslega var mesta hækkunin á PC-leikjum í BT, en þeir fóru úr 4.999 krónum í 5.999. Hækkunin nemur tuttugu prósentum. Þessa þúsund króna hækkun mátti sjá víðar í BT. PlayStation 3-leikir sem kostuðu 6.999 krónur kosta nú 7.999, Wii-leikir fóru úr 6.999 krónum í 7.999 krónur og Xbox 360-leikir hækkuðu einnig úr 6.999 krónum í 7.999. Í verslunum Elko hafði verðið ekki hækkað jafn mikið en í nokkrum tilvikum hafði þúsund krónum verið bætt við eldra verðið. Til dæmis kostar PC-útgáfan af Call of Duty 4 nú 4.995 krónur í Elko en var áður á 3.995. Hækkunin nemur tuttugu og fimm prósentum. „Það er búið að liggja fyrir í nokkrar vikur að það þyrfti að hækka verðið,“ segir Rúnar Örn Rafnsson, rekstrarstjóri BT. „Það hafa bæði orðið gengisbreytingar og hækkanir hjá birgjum þannig að það var fátt annað hægt að gera.“ Hann segist ekki eiga von á fleiri verðhækkunum á næstunni. Örn Barkarson, innkaupafulltrúi afþreyingar hjá Elko, segir verðhækkanir hjá birgjum eina af ástæðunum fyrir verðhækkun hjá sér. „Það má búast við einhverjum fleiri hækkunum vegna gengis, en ég hækka ekki bara til að hækka,“ segir hann. „Við reynum að halda verðinu eins lengi og við getum.“
Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira