Billjónsdagbók 13.01.2008 Jón Örn Marínósson skrifar 13. janúar 2008 06:00 OMXI15 var 5.470,23 klukkan 10 þegar ég fyllti krús af vatni, hún var 5.468,6 þegar ég náði skjálfandi fingrum í eina kvíðastillandi upp úr töfluglasi, og gengið stóð í 5.466,27 þegar taflan sat föst í hálsinum á mér og ég kúgaðist yfir marmaravaskinum. „Gleymdu lánardrottnum," tautaði ég við sjálfan mig. „Hugsaðu um eitthvað fallegt. Hugsaðu um allt skattalega tapið sem þú átt í handraðanum. Hugsaðu um ávöxtunina til lengri tíma litið. Ekki fyllast neinum Gnúpverjaskrekk. Einblíndu heldur eins og hann í sparisjóðnum á hækkandi sól, á alla björtu tímana sem eru framundan - ó vott a bjútífúl mornin - og ef það dugir ekki til að settla þig, taktu þá bara inn aðra kvíðastillandi." Baddi hringdi um ellefuleytið, hás af skelfingu, og sagðist vera 1.700 kúlur í mínus. Hann tryði því ekki að ég væri sú mannleysa að láta Sjálfsmínbanka senda á hann sex veðköll. Hann hefði haldið að ég væri sannur vinur. Ég sagði honum að taka inn kvíðastillandi. Vinátta hefði enga valútu þegar færi að nötra undir grúppum og menn væru að fara á fjármálataugum. Baddi hvæsti í símann að ég þjáðist af ógagnsæi og innra ósamræmi eins og dómnefndir um héraðsdómara. Ég varð að taka inn aðra kvíðastillandi. Þetta er versti dagur sem ég hef upplifað síðan ég fór að byggja upp nýtt, íslenskt samfélag. Mér leið eins og húsunum við Laugaveg 4 og 6. Eina stundina átti að tæta mig til grunna, aðra stundina átti að rífa mig upp með rótum og hina stundina átti að lofa mér að standa um aldur og ævi. Til að bæta tjóni ofan á tap var Elzbieta á þönum að taka til, lék við hvern sinn fingur og sönglaði eins og hún hefði ekki hugmynd um að allt í kringum hana voru milljarðamæringar að sjá fram á að þeir yrðu að sætta sig við næstu vikur að hafa árslaun sextíu pólskra verkamanna í tímakaup. Loks undir kvöld tók vísitalan fjörkipp upp á við. Við Mallí sátum með störu framan við skjáinn og sáum hvernig milljarðarnir hlóðust aftur inn í eignasafnið okkar. En þá var ég búinn að taka inn svo margar kvíðastillandi að ég náði því ekki eiginlega að gleðjast yfir björtu framtíðinni sem blasti þarna við okkur eins og sparisjóðsstjóranum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Örn Marinósson Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun
OMXI15 var 5.470,23 klukkan 10 þegar ég fyllti krús af vatni, hún var 5.468,6 þegar ég náði skjálfandi fingrum í eina kvíðastillandi upp úr töfluglasi, og gengið stóð í 5.466,27 þegar taflan sat föst í hálsinum á mér og ég kúgaðist yfir marmaravaskinum. „Gleymdu lánardrottnum," tautaði ég við sjálfan mig. „Hugsaðu um eitthvað fallegt. Hugsaðu um allt skattalega tapið sem þú átt í handraðanum. Hugsaðu um ávöxtunina til lengri tíma litið. Ekki fyllast neinum Gnúpverjaskrekk. Einblíndu heldur eins og hann í sparisjóðnum á hækkandi sól, á alla björtu tímana sem eru framundan - ó vott a bjútífúl mornin - og ef það dugir ekki til að settla þig, taktu þá bara inn aðra kvíðastillandi." Baddi hringdi um ellefuleytið, hás af skelfingu, og sagðist vera 1.700 kúlur í mínus. Hann tryði því ekki að ég væri sú mannleysa að láta Sjálfsmínbanka senda á hann sex veðköll. Hann hefði haldið að ég væri sannur vinur. Ég sagði honum að taka inn kvíðastillandi. Vinátta hefði enga valútu þegar færi að nötra undir grúppum og menn væru að fara á fjármálataugum. Baddi hvæsti í símann að ég þjáðist af ógagnsæi og innra ósamræmi eins og dómnefndir um héraðsdómara. Ég varð að taka inn aðra kvíðastillandi. Þetta er versti dagur sem ég hef upplifað síðan ég fór að byggja upp nýtt, íslenskt samfélag. Mér leið eins og húsunum við Laugaveg 4 og 6. Eina stundina átti að tæta mig til grunna, aðra stundina átti að rífa mig upp með rótum og hina stundina átti að lofa mér að standa um aldur og ævi. Til að bæta tjóni ofan á tap var Elzbieta á þönum að taka til, lék við hvern sinn fingur og sönglaði eins og hún hefði ekki hugmynd um að allt í kringum hana voru milljarðamæringar að sjá fram á að þeir yrðu að sætta sig við næstu vikur að hafa árslaun sextíu pólskra verkamanna í tímakaup. Loks undir kvöld tók vísitalan fjörkipp upp á við. Við Mallí sátum með störu framan við skjáinn og sáum hvernig milljarðarnir hlóðust aftur inn í eignasafnið okkar. En þá var ég búinn að taka inn svo margar kvíðastillandi að ég náði því ekki eiginlega að gleðjast yfir björtu framtíðinni sem blasti þarna við okkur eins og sparisjóðsstjóranum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun