Handbolti

Valur og Fram drógust ekki saman

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur og Fram mættust í deildinni á dögunum en mætast ekki í undanúrslitum bikarkeppninnar. Hér er Framarinn Einar Ingi Hrafnsson að taka skot í leiknum gegn Val.
Valur og Fram mættust í deildinni á dögunum en mætast ekki í undanúrslitum bikarkeppninnar. Hér er Framarinn Einar Ingi Hrafnsson að taka skot í leiknum gegn Val. Mynd/Anton

Nú í hádeginu var dregið í undanúrslit Eimskipsbikarkeppni karla og kvenna í handbolta. Fram og Valur, sterkustu liðin í karlaflokki, mætast ekki í undanúrslitunum.

Fram fékk heimaleik gegn Akureyri en Valsmenn mæta Víkingum á útivelli. Víkingar fengu sjálfkrafa heimaleik þar sem liðið leikur í 1. deildinni.

Í kvennaflokki mætir Grótta liði Stjörnunnar á heimavelli og Fylkismenn fari í heimsókn til Vals.

Grótta hefur titil að verja í kvennaflokki en bikarmeistarar Stjörnunnar í karlaflokki féllu úr leik í 8-liða úrslitum er liðið tapaði fyrir Fram.

Leikirnir fara fram dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×