Cristiano Ronaldo viðurkenndi í kvöld að hann vilji einhvern tímann á sínum ferli spila með spænsku félagsliði.
„Ég veit ekki hvort að það sé möguleiki en það er draumur minn að spila á Spáni,“ sagði hann. „Stundum vil ég gera eitthvað og það er ekki hægt. En það er draumur minn.“
Ronaldo segist þó vera fullkomnlega sáttur hjá Manchester United. „Mér líður mjög vel í ensku úrvalsdeildinni. Ég elska félagið, stuðningsmennina og það yrði stórkostlegt fyrir mig ef ég yrði áfram þar í mörg ár í viðbót.“
„En það er aldrei að vita hvað gerist í framtíðinni. Ég myndi vilja spila með spænsku liði og finna muninn á spænsku deildinni og þeirri ensku.“
Ronaldo varð í kvöld þriðji í kjöri FIFA um knattspyrnumann ársins.