Handbolti

Þrettán marka sigur á Grikklandi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rakel Dögg Bragadóttir skoraði sjö mörk fyrir Ísland.
Rakel Dögg Bragadóttir skoraði sjö mörk fyrir Ísland.

Íslenska kvennalandsliðið vann í dag þrettán marka sigur á Grikklandi, 40-27, í undankeppni EM 2008 sem fer fram í Litháen.

Staðan í hálfleik var 18-9, Íslandi í vil og var því sigurinn öruggur.

Markahæst var Rakel Dögg Bragadóttir með sjö mörk. Berglind Íris Hansdóttir átti stórleik í marki Íslands og varði 24 skot, þar af eitt víti. Íris Björk Símonardóttir varði átta skot og eitt víti.

Aðrir markaskorarar:

Guðbjörg Guðmannsdóttir 6

Dagný Skúladóttir 6

Arna Sif Pálsdóttir 5

Guðrún Drífa Hólmgeirsdóttir 5

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 3

Rut Jónsdóttir 3

Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1

Auður Jónsdóttir 1

Hildigunnur Einarsdóttir 1

Berglind Íris Hansdóttir 1

Þórey Rósa Stefánsdóttir 1 

Ísland á eftir tvo leiki í undankeppninni, gegn Bosníu á morgun og Hvíta Rússlandi á sunnudaginn.

Heimild: handbolti.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×