Petr Cech, markvörður Chelsea, hefur greint frá því að hann hefði áhuga á því að flytja sig um set, til Barcelona.
„Ég get ekki svarað því núna hvort ég hefði áhuga á að vera áfram í Englandi,“ sagði Cech. „Hingað til hef ég verið mjög hamingjusamur hjá Chelsea og líkar vel við ensku úrvalsdeildina. En ef Barcelona myndi sýna mér áhuga hefði ég vissulega áhuga á að skoða þann möguleika vel.“