Handbolti

Fram á toppinn eftir öruggan sigur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hornamaðurinn Reynir Ingi Árnason svífur hér í átt að marki Fram í leiknum í kvöld.
Hornamaðurinn Reynir Ingi Árnason svífur hér í átt að marki Fram í leiknum í kvöld. Mynd/Valli

Fram tyllti sér í toppsæti N1-deildar karla eftir öruggan sjö marka sigur á Aftureldingu, 28-21. Staðan í hálfleik var 15-12.

Framarar héldu góðri forystu allan leikinn og náðu svo endanlega að stinga af á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Jóhann Gunnar Einarsson var markahæstur Framara með tíu mörk, þar af þrjú úr vítum. Andri Berg Haraldsson skoraði fimm mörk.

Hjá Aftureldingu skoraði Einar Örn Guðmundsson flest mörk eða átta talsins, þar af eitt úr víti. Hilmar Stefánsson kom næstur með fjögur mörk, þar af tvö úr vítum. 

Með sigrinum kom Fram sér á topp deildarinnar en liðið er enn án taps og með níu stig eftir fimm leiki.

Haukar geta endurheimt toppsætið á sunnudaginn en þeir þurfa þá að leggja Íslandsmeistara Stjörnunnar að velli á Ásvöllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×