Todt: Stepney tapaði glórunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 12:30 Todt hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney. Nordic Photos / Getty Images Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt." Formúla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt."
Formúla Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ Íslenski boltinn Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira