Todt: Stepney tapaði glórunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 12:30 Todt hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney. Nordic Photos / Getty Images Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt." Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Jean Todt, liðsstjóri Ferrari, hefur í fyrsta skipti tjáð sig um Nigel Stepney sem er talinn bera ábyrgð á njósnamálinu svokallaða. Stepney sætir nú rannsókn á Ítalíu og hefur verið rekinn frá Ferrari. Hann er talinn vera sá maður sem lak upplýsingum um bifreið Ferrari til McLaren. McLaren var sektað um 100 milljónir dollara vegna málsins og öll stig liðsins í keppni bílasmiða voru dæmd af liðinu. Todt sagði í viðtali við The Times í morgun að Stepney hafi „tapað glórunni." Eftir að Michael Schumacher hætti hjá Ferrari og Ross Brawn, fyrrum yfirmaður tæknimála hjá Ferrari, fór í ársfrí, hafði Stepney hug á því að færast ofar í goggunarröðinni hjá Ferrari en án árangurs. „Hann er mjög hæfileikaríkur en mjög erfið persóna. Hann var þó góður fagmaður og Ross stefndi hann hærra en við vorum tilbúnir að bjóða honum." Todt sagði að í kjölfarið hafi Stepney hringt í Ross og sagt að hann vildi ekki mæta á keppnirnar. Svo þegar hann hafi róast niður sagðist hann gjarnan vilja koma. Stepney er talinn vera lykilmaður í velgengni Ferrari þegar Schumacher ók fyrir liðið. En hann er nú sakaður um að hafa látið Mike Coughlan, aðalhönnuð McLaren, fá 780 síðna skjal sem geymdi öll leyndarmál Ferrari um hönnun keppnisbíl liðsins. Enn fremur er Stepney talinn hafa reynt að vinna skemmdarverk á keppnisbíl Ferrari. „Hann tapaði glórunni, það er allt og sumt," sagði Todt. „Hann gat ekki stjórnað skapi sínu og það reyndist dýrkeypt."
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira