Handbolti

Máli Sigfúsar lokið

Sigfús Sigfússon í leik með Fram
Sigfús Sigfússon í leik með Fram Mynd/Vilhelm

Handknattleiksmaðurinn Sigfús Páll Sigfússon er loks genginn formlega í raðir Íslandsmeistara Vals eftir að sátt náðist í deilu félaganna í dag. Handknattleiksdeildir félaganna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins.

Félögin hafa karpað um kaup á Sigfúsi um nokkurt skeið, en Sigfús var valinn efnilegasti leikmaður úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og jafnframt besti sóknarmaðurinn.

Yfirlýsing félaganna er hér fyrir neðan:

Handknattleiksdeild Fram og Handknattleiksdeild Vals vilja koma eftirfarandi tilkynningu á framfæri.

Hkd. Fram og Hkd. Vals hafa náð fullnaðarsamkomulagi varðandi félagaskipti Sigfúsar Páls Sigfússonar úr Fram í Val og er málinu lokið að hálfu beggja aðila.

Hkd. Fram óskar Sigfúsi alls hins besta í framtíðinni og lýsir yfir ánægju sinni með málalok.



Hkd. Vals lýsir einnig ánægju sinni með málalokin og býður Sigfús velkominn í Val.

Fyrir hönd Hkd. Fram

Jón Eggert Hallsson

Fyrir hönd Hkd. Vals

Hörður Gunnarsson

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×