Hvað varð um Madeleine McCann? Óli Tynes skrifar 14. september 2007 12:22 Madeleine McCann. Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann. Allur heimurinn þekkir nafn hennar og fylgist með því sem gerist í máli hennar. Rifjum aðeins upp atburðarrásina. Hinn 3. maí síðastliðinn fóru læknishjónin Gerry og Kate McCann út að borða með vinum sínum á Tapas-veitingahúsi í baðstrandarbænum Praia da Luz í Portúgal. Veitingahúsið var um 200 metra frá Ocean Club hótelinu þar sem þau gistu ásamt þrem börnum sínum. Það voru tveggja ára tvíburarnir Sean og Amelie og systir þeirra Madeleine sem var þriggja ára gömul. Gerry og Kate skiptust á um að skreppa og líta til með börnunum. Þegar Kate fór um tíuleytið til að kíkja á þau tilkynnti hún að Madeleine væri horfin. Daginn eftir er komið með leitarhunda í íbúðina. Landamæravörðrðum er sagt að vera á verði bæði í Portúgal og á Spáni. Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leitinni, bæði í bænum og meðfram ströndinni. Gerry og Kate koma fram í sjónvarpi í fyrsta skipti og lýsa örvæntingu sinni og skelfingu. 5. maí segir portúgalska lögreglan að hún telji að Madeleine hafi verið rænt og að þeir hafi teiknaða mynd af hinum grunaða. 7. maí kemur Kate fram í sjónvarpi og grátbiður þann sem hafi rænt Madeleine að meiða hana ekki. 12. maí á Madeleine fjögurra ára afmæli. Gerry og Kate McCann eru viðstödd sérstaka messu þar sem beðið er fyrir henni. Portúgalska þjóðin tekur þátt í sorg hjónanna og hlýjar kveðjur streyma til þeirra. Hjónin segjast vera sannfærð um að Madeleine sé enn á lífi. Stofnaður er sjóður til þess að verðlauna hvern þann sem getur gefið upplýsingar sem leiða til þess að telpan finnist. Sjóðurinn verður tvær og hálf milljón sterlingspund og meðal gefenda er höfundur Harry Potter bókanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hringir í Gerry og Kate til þess að lýsa samúð sinni og bjóðast til þess að hjálpa á allan hátt sem hann geti. 14. maí gerir lögreglan húsleit hjá bresk-portúgölskum manni, Robert Murat. Hann er formlega lýstur grunaður. 30. maí hrinda McCann hjónin af stað herferð til að upplýsa heiminn um neyð Madeleine. Þau fljúga til Rómar og fá áheyrn hjá Benedikt sextánda páfa, sem blessar þau og Madeleine og biður fyrir litlu telpunni. 6. júní í heimsókn í Berlín er hjónunum mjög brugðið þegar þau eru spurð að því, í fyrsta skipti, hvort þau beri sjálf ábyrgð á hvarfinu. Þau harðneita. 21. júní berst fyrsta tilkynningin um að sést hafi til Madeleine. Það var á Möltu. Eftir það streyma inn fullyrðingar um að hún hafi sést. Meðal annars í Marokkó á Spáni, í Frakklandi, Sviss, Belgíu og jafnvel á fjarlægum stöðum eins og Argentínu og Guatemala. Einnig er byrjað að handtaka fólk sem reynir að gera sér málið að féþúfu með því að þykjast hafa upplýsingar. 23. júlí flýgur Gerry McCann til bandaríkjanna og hittir Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra. Þeir ræða um hvernig barnsránsmál séu meðhöndluð í Bandaríkjunum. 7. ágúst eru breskir rannsóknarlögreglumenn komnir til Portúgals. Þeir eru með sérþjálfaða leitarhunda og útfjólublá ljós, og finna vott af blóði í íbúð fjölskyldunnar. Sýni eru send til Bretlands til DNA greiningar. 8. ágúst byrja Portúgalskir fjölmiðlar að ýja að því að McCann hjónin og vinir þeirra beri ábyrgð á hvarfi Madeleine. 15. ágúst tilkynnir portúgalska lögreglan að breskir leitarhundar hafi fundið lykt af líki í íbúðinni í Praia da Luz. Það sé því gengið út frá því að Madeleine sé dáin. 21. ágúst viðurkennir lögreglan að hún telji nú líklegast að Madeleine hafi látist af slysförum. Rannsóknarlögreglumenn segja að öll svörin sé að finna í íbúðinni og að þeir séu vissir um að telpunni hafi ekki verið rænt. Samúðin sem McCann hjónin nutu í upphafi er óðum að þverra í Portúgal. 29. ágúst segir í forsíðufrétt í portúgölsku dagblaði að rannsóknarlögreglumenn telji nú að McCann hjónin beri ábyrgð á dauða Madeleine. Þau hafi gefið börnum sínum svefnlyf til þess að geta skemmt sér í friði. Madeleine hafi af slysni verið gefinn of stór skammtur. Hjónin harðneita þessu og segjast munu höfða mál. 6. september yfirheyrir portúgalska lögreglan Kate McCann í 11 klukkustundir. 7. september er Kate McCann aftur yfirheyrð og tilkynnt að hún hafi stöðu grunaðs aðila í málinu. Gerry McCann er yfirheyrður sama dag og tilkynnt að hann hafi einnig stöðu grunaðs manns. 9. september yfirgefa McCann hjónin Portúgal og fara heim til Bretlands með börnin sín tvö. Þau hafa leyfi portúgalskra yfirvalda til ferðarinnar, en verða að vera viðbúin því að vera kölluð aftur með fimm daga fyrirvara. Við heimkomuna ráða þau sér öfluga sveit lögfræðinga. Einn þeirra var lögmaður Augustos Pinochet, fyrrcerandi einræðisherra í Chile. Hann kom í veg fyrir að Pinochet yrði framseldur frá Bretlandi til Chile. 11. september er því haldið fram að DNA sýni sem séu 100 prósent örugglega úr Madeleine hafi fundist í bíl sem hjónin leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Lögreglan afhendir saksóknara gögn sín og hann sendir þau samstundis áfram til dómara. Samkvæmt portúgölskum lögum má lögreglan ekki ræða mál sem hún hefur til rannsóknar. Það hefur leitt til þess að miklar tröllasögur hafa komist á kreik, og mjög vafasamt að trúa fréttum um málið. 12. september biður portúgalskur saksóknari bresku lögregluna um að útvega sér mikilvæg gögn, sem eru dagbók Kate McCann og fartölva Gerrys. 13. september heimsækja fulltrúar barnaverndanefndar McCann hjónin á heimili þeirra til þess að fullvissa sig velferð Seans og Amelie. Fræðilega er hægt að taka börnin af foreldrunum. Heimsókn sem þessi er þó alvanaleg í svona málum og þarf ekki að leiða til neins. 14. september. Í dag munu McCann hjónin eiga fund með lögfræðingum sínum til að ræða leiðir til þess að sanna sakleysi sitt. Erlent Madeleine McCann Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira
Líklega hefur ekki verið fjallað jafn mikið um lítið barn í heimspressunni og bresku telpuna Madeleine McCann. Allur heimurinn þekkir nafn hennar og fylgist með því sem gerist í máli hennar. Rifjum aðeins upp atburðarrásina. Hinn 3. maí síðastliðinn fóru læknishjónin Gerry og Kate McCann út að borða með vinum sínum á Tapas-veitingahúsi í baðstrandarbænum Praia da Luz í Portúgal. Veitingahúsið var um 200 metra frá Ocean Club hótelinu þar sem þau gistu ásamt þrem börnum sínum. Það voru tveggja ára tvíburarnir Sean og Amelie og systir þeirra Madeleine sem var þriggja ára gömul. Gerry og Kate skiptust á um að skreppa og líta til með börnunum. Þegar Kate fór um tíuleytið til að kíkja á þau tilkynnti hún að Madeleine væri horfin. Daginn eftir er komið með leitarhunda í íbúðina. Landamæravörðrðum er sagt að vera á verði bæði í Portúgal og á Spáni. Mikill fjöldi sjálfboðaliða tekur þátt í leitinni, bæði í bænum og meðfram ströndinni. Gerry og Kate koma fram í sjónvarpi í fyrsta skipti og lýsa örvæntingu sinni og skelfingu. 5. maí segir portúgalska lögreglan að hún telji að Madeleine hafi verið rænt og að þeir hafi teiknaða mynd af hinum grunaða. 7. maí kemur Kate fram í sjónvarpi og grátbiður þann sem hafi rænt Madeleine að meiða hana ekki. 12. maí á Madeleine fjögurra ára afmæli. Gerry og Kate McCann eru viðstödd sérstaka messu þar sem beðið er fyrir henni. Portúgalska þjóðin tekur þátt í sorg hjónanna og hlýjar kveðjur streyma til þeirra. Hjónin segjast vera sannfærð um að Madeleine sé enn á lífi. Stofnaður er sjóður til þess að verðlauna hvern þann sem getur gefið upplýsingar sem leiða til þess að telpan finnist. Sjóðurinn verður tvær og hálf milljón sterlingspund og meðal gefenda er höfundur Harry Potter bókanna. Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hringir í Gerry og Kate til þess að lýsa samúð sinni og bjóðast til þess að hjálpa á allan hátt sem hann geti. 14. maí gerir lögreglan húsleit hjá bresk-portúgölskum manni, Robert Murat. Hann er formlega lýstur grunaður. 30. maí hrinda McCann hjónin af stað herferð til að upplýsa heiminn um neyð Madeleine. Þau fljúga til Rómar og fá áheyrn hjá Benedikt sextánda páfa, sem blessar þau og Madeleine og biður fyrir litlu telpunni. 6. júní í heimsókn í Berlín er hjónunum mjög brugðið þegar þau eru spurð að því, í fyrsta skipti, hvort þau beri sjálf ábyrgð á hvarfinu. Þau harðneita. 21. júní berst fyrsta tilkynningin um að sést hafi til Madeleine. Það var á Möltu. Eftir það streyma inn fullyrðingar um að hún hafi sést. Meðal annars í Marokkó á Spáni, í Frakklandi, Sviss, Belgíu og jafnvel á fjarlægum stöðum eins og Argentínu og Guatemala. Einnig er byrjað að handtaka fólk sem reynir að gera sér málið að féþúfu með því að þykjast hafa upplýsingar. 23. júlí flýgur Gerry McCann til bandaríkjanna og hittir Alberto Gonzales, dómsmálaráðherra. Þeir ræða um hvernig barnsránsmál séu meðhöndluð í Bandaríkjunum. 7. ágúst eru breskir rannsóknarlögreglumenn komnir til Portúgals. Þeir eru með sérþjálfaða leitarhunda og útfjólublá ljós, og finna vott af blóði í íbúð fjölskyldunnar. Sýni eru send til Bretlands til DNA greiningar. 8. ágúst byrja Portúgalskir fjölmiðlar að ýja að því að McCann hjónin og vinir þeirra beri ábyrgð á hvarfi Madeleine. 15. ágúst tilkynnir portúgalska lögreglan að breskir leitarhundar hafi fundið lykt af líki í íbúðinni í Praia da Luz. Það sé því gengið út frá því að Madeleine sé dáin. 21. ágúst viðurkennir lögreglan að hún telji nú líklegast að Madeleine hafi látist af slysförum. Rannsóknarlögreglumenn segja að öll svörin sé að finna í íbúðinni og að þeir séu vissir um að telpunni hafi ekki verið rænt. Samúðin sem McCann hjónin nutu í upphafi er óðum að þverra í Portúgal. 29. ágúst segir í forsíðufrétt í portúgölsku dagblaði að rannsóknarlögreglumenn telji nú að McCann hjónin beri ábyrgð á dauða Madeleine. Þau hafi gefið börnum sínum svefnlyf til þess að geta skemmt sér í friði. Madeleine hafi af slysni verið gefinn of stór skammtur. Hjónin harðneita þessu og segjast munu höfða mál. 6. september yfirheyrir portúgalska lögreglan Kate McCann í 11 klukkustundir. 7. september er Kate McCann aftur yfirheyrð og tilkynnt að hún hafi stöðu grunaðs aðila í málinu. Gerry McCann er yfirheyrður sama dag og tilkynnt að hann hafi einnig stöðu grunaðs manns. 9. september yfirgefa McCann hjónin Portúgal og fara heim til Bretlands með börnin sín tvö. Þau hafa leyfi portúgalskra yfirvalda til ferðarinnar, en verða að vera viðbúin því að vera kölluð aftur með fimm daga fyrirvara. Við heimkomuna ráða þau sér öfluga sveit lögfræðinga. Einn þeirra var lögmaður Augustos Pinochet, fyrrcerandi einræðisherra í Chile. Hann kom í veg fyrir að Pinochet yrði framseldur frá Bretlandi til Chile. 11. september er því haldið fram að DNA sýni sem séu 100 prósent örugglega úr Madeleine hafi fundist í bíl sem hjónin leigðu 25 dögum eftir að hún hvarf. Lögreglan afhendir saksóknara gögn sín og hann sendir þau samstundis áfram til dómara. Samkvæmt portúgölskum lögum má lögreglan ekki ræða mál sem hún hefur til rannsóknar. Það hefur leitt til þess að miklar tröllasögur hafa komist á kreik, og mjög vafasamt að trúa fréttum um málið. 12. september biður portúgalskur saksóknari bresku lögregluna um að útvega sér mikilvæg gögn, sem eru dagbók Kate McCann og fartölva Gerrys. 13. september heimsækja fulltrúar barnaverndanefndar McCann hjónin á heimili þeirra til þess að fullvissa sig velferð Seans og Amelie. Fræðilega er hægt að taka börnin af foreldrunum. Heimsókn sem þessi er þó alvanaleg í svona málum og þarf ekki að leiða til neins. 14. september. Í dag munu McCann hjónin eiga fund með lögfræðingum sínum til að ræða leiðir til þess að sanna sakleysi sitt.
Erlent Madeleine McCann Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Sjá meira