Michael Schumacher hefur verið sæmdur æðstu verðlaunum sem íþróttamönnum eru veitt á Spáni þegar hann tók við Principe de Astruias verðlaununum í dag. Schumacher hampaði sjö heimsmeistaratitlum í Formúlu 1 á ferlinum en hefur auk þess verið duglegur í mannúðarmálum og góðgerðastarfsemi.
Það var Formúluökuþórinn Fernando Alonso sem fékk þessi verðlaun í fyrra, en á meðal íþróttamanna sem hlotið hafa þennan heiður eru tenniskonan Martina Navratilova, hjólreiðakappinn Lance Armstrong og frjálsíþróttamennirnir Sebastian Coe og Carl Lewis.