Fótbolti

Spænskur landsliðsmaður fékk hjartaáfall í miðjum leik

Aron Örn Þórarinsson skrifar
Antonio Puerta er felldur í leik gegn Espanyol á síðasta leiktímabili.
Antonio Puerta er felldur í leik gegn Espanyol á síðasta leiktímabili. NordicPhotos/GettyImages

Jose Maria del Nido, forseti Sevilla, hefur staðfest að Antonio Puerta, leikmaður liðsins, hafi fengið hjartaáfall í miðjum leik liðsins gegn Getafé í gær. Líðan Puerta er stöðug en hann er þó ennþá undir eftirliti en leikmaðurinn féll niður í eigin teig í leiknum í gær á 35. mínútu leiksins. Spænski landsliðsmaðurinn stóð þó upp og gekk af velli, en þegar í búningsherbegið var komið féll hann aftur niður og var fluttur á sjúkrahús nálægt vellinum.

„Hann fékk hjartaáfall. Hann er undir eftirliti og líðan hans er stöðug," sagði Del Nido. „Við vorum hræddir, mjög hræddir um líf leikmanns okkar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×