Blóð á veggjum hótelherbergisins Guðjón Helgason skrifar 7. ágúst 2007 19:00 Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Nærri hundrað dagar eru frá því að hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal. Þar hafði hún verið skilin ein eftir sofandi með tveimur yngri systkinum sínum meðan foreldra þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað. Sérstakir leitarhundar bresku lögreglunnar fundu blóð í herberginu í síðustu viku en sérfræðingar portúgölsku lögreglunnar höfðu áður ekki komið auga á það við hefðbundna leit. Breska lögreglan hefur undanfarnar vikur farið yfir gögn í málinu og þess vegna var leitað aftur á hótelherberginu. Einnig var leitað á heimili Roberts Murats, sem hefur legið undir grun í málinu. Engin ný gögn fundust þar. Murat er Breti, búsettur í Portúgal. Að sögn portúgalskra miðla hafa breskir rannsóknarmenn kallað lögreglumenn morðdeilda til rannsóknarinnar og af því dregin sú ályktun að stúlkan hafi hugsanlega verið myrt - jafnvel á hótelherberginu. Foreldrar Madeleine sögðu hins vegar í sjónvarpsviðtali í dag að þau væru sannfærð um að dóttir þeirra væri enn á lífi. Gerry McCann, faðir hennar, sagðist viss um að Madeleine hafi verið á lífi þegar hún var numin á brott en auðvitað ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst síðan þá með nokkurri vissu. Kate, móðir Madeleine, sagði portúgölsku lögregluna enn tala um leit að lifandi stúlku og það gefi þeim hjónunum von. Erlent Fréttir Madeleine McCann Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira
Portúgalskir miðlar greina frá því í dag að blóð hafi fundist á veggjum hótelherbergis þaðan sem breska stúlkan Madeleine McCann hvarf fyrir rúmum þremur mánuðum. Foreldrar stúlkunnar segjast fullvissir um að stúlkan hafi verið numin þaðan lifandi á brott. Nærri hundrað dagar eru frá því að hin þriggja ára gamla Madeleine hvarf af hótelherbergi á sumardvalarstaðnum Praia da Luz í Portúgal. Þar hafði hún verið skilin ein eftir sofandi með tveimur yngri systkinum sínum meðan foreldra þeirra snæddu kvöldverð á nálægum veitingastað. Sérstakir leitarhundar bresku lögreglunnar fundu blóð í herberginu í síðustu viku en sérfræðingar portúgölsku lögreglunnar höfðu áður ekki komið auga á það við hefðbundna leit. Breska lögreglan hefur undanfarnar vikur farið yfir gögn í málinu og þess vegna var leitað aftur á hótelherberginu. Einnig var leitað á heimili Roberts Murats, sem hefur legið undir grun í málinu. Engin ný gögn fundust þar. Murat er Breti, búsettur í Portúgal. Að sögn portúgalskra miðla hafa breskir rannsóknarmenn kallað lögreglumenn morðdeilda til rannsóknarinnar og af því dregin sú ályktun að stúlkan hafi hugsanlega verið myrt - jafnvel á hótelherberginu. Foreldrar Madeleine sögðu hins vegar í sjónvarpsviðtali í dag að þau væru sannfærð um að dóttir þeirra væri enn á lífi. Gerry McCann, faðir hennar, sagðist viss um að Madeleine hafi verið á lífi þegar hún var numin á brott en auðvitað ómögulegt að segja til um hvað hafi gerst síðan þá með nokkurri vissu. Kate, móðir Madeleine, sagði portúgölsku lögregluna enn tala um leit að lifandi stúlku og það gefi þeim hjónunum von.
Erlent Fréttir Madeleine McCann Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Fleiri fréttir Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Sjá meira