
Formúla 1
Hamilton vann í Ungverjalandi
Englendingurinn Lewis Hamilton sigraði í Ungverjalandskappstrinum í dag. Hamilton ók McMaren bíl sínum til sigur en hann hafði forystu frá upphafi. Annar í dag varð Kimi Raikkonen á Ferrari og Þjóðverjinn Nick Heidfeld á BMV varð í þriðja sæti. Fernando Alonso varð í fjórða sæti á McLaren. Lewis Hamilton jók forystuna í keppni um heimsmeistaratitilinn í 7 stig. Hamilton er með 80 stig en Alonso er með 73, Raikkonen 60 og Felipe Massa er í fjórða sæti með 59 stig.