Hamilton: Ég verð að herða mig 9. júlí 2007 14:00 AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Hamilton var á ráspól í kappakstrinum á heimavelli sínum í gær og þó hann hafi þar náð á verðlaunapall enn eina ferðina, er hann ekki sáttur. "Ég þarf að bæta við mig og ætla að gera það. Sem lið þurfum við líka að spýta í lófana. Ég er alltaf að bæta mig sem ökumaður og framundan eru keppnir á brautum sem ég þekki vel, en það er ekki næg huggun í ljósi síðustu úrslita. Við vorum bara ekki nógu fljótir í gær og við verðum að bæta bílinn svo við haft betur gegn Ferrari-bílunum," sagði Hamilton. Þrátt fyrir að ná aðeins þriðja sæti í gær hefur Hamilton þó enn góða forystu í keppni ökuþóra til heimsmeistara, því þrátt fyrir tvo sigra í röð - er Raikkönen enn 18 stigum á eftir hinu 22 ára gamla undrabarni í stigatöflunni. Formúla Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren í Formúlu 1, segir að hann verði greinilega að herða sig í næstu keppnum í kjölfar þess að Kimi Raikkönen hjá Ferrari vann sína aðra keppni í röð á Silverstone í gær. Hamilton var á ráspól í kappakstrinum á heimavelli sínum í gær og þó hann hafi þar náð á verðlaunapall enn eina ferðina, er hann ekki sáttur. "Ég þarf að bæta við mig og ætla að gera það. Sem lið þurfum við líka að spýta í lófana. Ég er alltaf að bæta mig sem ökumaður og framundan eru keppnir á brautum sem ég þekki vel, en það er ekki næg huggun í ljósi síðustu úrslita. Við vorum bara ekki nógu fljótir í gær og við verðum að bæta bílinn svo við haft betur gegn Ferrari-bílunum," sagði Hamilton. Þrátt fyrir að ná aðeins þriðja sæti í gær hefur Hamilton þó enn góða forystu í keppni ökuþóra til heimsmeistara, því þrátt fyrir tvo sigra í röð - er Raikkönen enn 18 stigum á eftir hinu 22 ára gamla undrabarni í stigatöflunni.
Formúla Mest lesið Í beinni: Ísland - Frakkland | Lokaleikur strákanna á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Enski boltinn Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira