Fótbolti

Launakröfur Chivu of háar fyrir Real Madrid

NordicPhotos/GettyImages

Ítalska félagið Roma samþykkti í dag 18 milljón evra kauptilboð Real Madrid í rúmenska varnarmanninn Cristian Chivu, en útlit er fyrir að ekkert verði af kaupunum. Launakröfur varnarmannsins voru mjög háar að sögn forseta Real Madrid og því slitnaði upp úr viðræðunum.

Inter og Barcelona gerðu bæði tilboð í leikmanninn en Roma neitaði. Tilboði Real var hinsvegar tekið, en forseti Real segir launakröfur Chivu fara langt fram úr því sem félagið var tilbúð að bjóða honum. Umboðsmaður leikmannsins segir að launin sem Real hafi boðið séu langt undir þeim launum sem Inter var tilbúið að bjóða honum og að hann verði því áfram hjá Roma nema Real hækki launatilboð sitt. Spænskir fjölmiðlar segja að Real hafi boðið honum 5,2 milljónir evra í árslaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×