Hamilton bjartsýnn á heimavelli 4. júlí 2007 20:29 Lewis Hamilton hefur farið hamförum á tímabilinu og verið á verðlaunapalli í fyrstu átta keppnunum. AFP Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Breska ungstirnið Lewis Hamilton hjá McLaren liðinu í Formúlu 1 segist fullviss um að hans menn geti endurheimt yfirburði sína í breska kappakstrinum á Silverstone um helgina. Ferrari stal loksins senunni á Magny-Cours um síðustu helgi og náðu ökumenn liðsins fyrsta og öðru sæti. "Ferrari-menn eru mjög fljótir núna en ég held að við getum látið þá finna fyrir því í næstu keppni. Við erum alltaf með fremstu bílum og við höfum náð góðum stöðugleika. Ég veit að við verðum betri í næstu keppni," sagði Hamilton sem hefur 14 stiga forskot í keppni ökuþóra. Hann segir meinta yfirburði Ferrari í Frakklandi um síðustu helgi hafa gefið ranga mynd af styrk liðsins. "Ég held að Ferrari sé ekki komið í alveg jafn góð mál og úrslitin í síðustu keppni sögðu til um. Ég veit ekki hversu hratt þeir voru að aka en ég veit að það hafði mikið með skipulag og þunga umferð á brautinni að gera. Ég sé því ekki annað en að við verðum í baráttunni um sigurinn um helgina," sagði Hamilton og bætti við að árangur sinn það sem af er tímabili sé draumi líkastur. "Ég átti ekki von á því að ná á verðlaunapall í minni fyrstu keppni - hvað þá í mínum fyrstu átta keppnum. Ég er því hæstánægður með árangurinn og það frábæra starf sem liðið hefur unnið," sagði hinn ungi Hamilton sem fær nú að aka á heimavelli í fyrsta sinn um helgina.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Íslenski boltinn Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira