Töffið í felulitum 3. júlí 2007 06:00 Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast. Byssuhvellir vöktu mig eitt sinn upp af værum svefni þegar ég var barn. Þetta var á tíma fyrra Íraksstríðs. Ég bjó úti í sveit, langt frá heimsins vígaslóð. Því brá mér nokkuð við að sjá nokkra karlmenn, í kamóflas búningum að hætti bandarískra hermanna, á gangi fyrir utan herbergisgluggann minn með gúmmígæsir allt í kringum sig. Lengi á eftir fundum við systurnar tóm skothylki og dauðar gæsir sem „veiðimennirnir" höfðu ekki haft rænu á að tína upp eftir sig. Sett var upp skilti sem á stóð að öll meðferð skotvopna væri óleyfileg á jörðinni. Svona ef ske kynni að fleiri menn, sem teldu eðlilegt að skjóta af byssum um nætur við íbúðarhús, myndu eiga leið hjá bænum. Óbeit mín á fugladrápurum í felulitum er í rénun. Ég geri mér grein fyrir því að ekki eru allir byssukallar og -kellingar jafn miklir kjánar og þeir sem skutu fyrir utan húsið hjá mér forðum. Stundum hefur hríslast um mig aulahrollur við að sjá fullorðið fólk í góðum holdum á ferð í jeppum með gúmmífugla og marghleypur. Samt hefur það reynt að útskýra fyrir mér að það sé mjög eðlilegt í bókstaflegri merkingu. Svokallað veiðieðli dragi það nefnilega út úr bænum með byssur. Það getur vel verið rétt. Þó kemst ég ekki hjá því að furða mig á því að veiðieðlið sé svona ríkt í nútímamanninum. Styttra er frá því mannskepnan var á akuryrkjustigi en veiðimannastigi. Því þætti mér eðlilegra að margir myndu vakna kaldsveittir um nætur af drífandi þörf fyrir að fara út og sá korni og taka upp kartöflur. Ég fann fyrir djúpstæðum skilningi á þessari tegund manna þegar byssukallar, hver á eftir öðrum, hringdu hálfskælandi í þáttinn hjá Gesti Einari árið 2003. Ástæða kveinstafa þeirra var sú að veiðibanni á rjúpu hafði verið komið á. Vesalings kallarnir voru alveg miður sín. Á þessum tíma hló ég illyrmislega yfir óförum þeirra og hlustaði á innhringingar í útvarp sem aldrei fyrr. Nú veit ég að það var rangt af mér. Svona hef ég þroskast. Það er mikilvægt að vera töff, það veit ég vel. Nú veit ég líka að töffheit eru mjög snar þáttur í svokölluðu veiðieðli. Þótt fólk megi gjarnan losna við nokkur kíló og eigi troðfullan ísskáp af matvöru hef ég fullan skilning á að það þurfi að drepa dýr. Jafnvel þótt stofnstærð svokallaðra veiðidýra sé í lágmarki. Og jafnvel þótt allar líkur séu á að björgunarsveitir verði kallaðar út á eftir örþreyttum borgarbúum á óbyggðum með veiðieðlið ólgandi í æðum, líkt og gerist hjá banhungruðum veiðihundum. Töffið útheimtir sitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Karen Kjartansdóttir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Fátt þykir karlmannlegra en að drepa fugla. Ég hef lengi haft megnasta ímugust á svokölluðum veiðimönnum. Með auknum þroska hefur hugsjónum mínum fækkað og fyrirlitning mín á hinum ýmsu þáttum mannlegrar tilveru útvatnast. Byssuhvellir vöktu mig eitt sinn upp af værum svefni þegar ég var barn. Þetta var á tíma fyrra Íraksstríðs. Ég bjó úti í sveit, langt frá heimsins vígaslóð. Því brá mér nokkuð við að sjá nokkra karlmenn, í kamóflas búningum að hætti bandarískra hermanna, á gangi fyrir utan herbergisgluggann minn með gúmmígæsir allt í kringum sig. Lengi á eftir fundum við systurnar tóm skothylki og dauðar gæsir sem „veiðimennirnir" höfðu ekki haft rænu á að tína upp eftir sig. Sett var upp skilti sem á stóð að öll meðferð skotvopna væri óleyfileg á jörðinni. Svona ef ske kynni að fleiri menn, sem teldu eðlilegt að skjóta af byssum um nætur við íbúðarhús, myndu eiga leið hjá bænum. Óbeit mín á fugladrápurum í felulitum er í rénun. Ég geri mér grein fyrir því að ekki eru allir byssukallar og -kellingar jafn miklir kjánar og þeir sem skutu fyrir utan húsið hjá mér forðum. Stundum hefur hríslast um mig aulahrollur við að sjá fullorðið fólk í góðum holdum á ferð í jeppum með gúmmífugla og marghleypur. Samt hefur það reynt að útskýra fyrir mér að það sé mjög eðlilegt í bókstaflegri merkingu. Svokallað veiðieðli dragi það nefnilega út úr bænum með byssur. Það getur vel verið rétt. Þó kemst ég ekki hjá því að furða mig á því að veiðieðlið sé svona ríkt í nútímamanninum. Styttra er frá því mannskepnan var á akuryrkjustigi en veiðimannastigi. Því þætti mér eðlilegra að margir myndu vakna kaldsveittir um nætur af drífandi þörf fyrir að fara út og sá korni og taka upp kartöflur. Ég fann fyrir djúpstæðum skilningi á þessari tegund manna þegar byssukallar, hver á eftir öðrum, hringdu hálfskælandi í þáttinn hjá Gesti Einari árið 2003. Ástæða kveinstafa þeirra var sú að veiðibanni á rjúpu hafði verið komið á. Vesalings kallarnir voru alveg miður sín. Á þessum tíma hló ég illyrmislega yfir óförum þeirra og hlustaði á innhringingar í útvarp sem aldrei fyrr. Nú veit ég að það var rangt af mér. Svona hef ég þroskast. Það er mikilvægt að vera töff, það veit ég vel. Nú veit ég líka að töffheit eru mjög snar þáttur í svokölluðu veiðieðli. Þótt fólk megi gjarnan losna við nokkur kíló og eigi troðfullan ísskáp af matvöru hef ég fullan skilning á að það þurfi að drepa dýr. Jafnvel þótt stofnstærð svokallaðra veiðidýra sé í lágmarki. Og jafnvel þótt allar líkur séu á að björgunarsveitir verði kallaðar út á eftir örþreyttum borgarbúum á óbyggðum með veiðieðlið ólgandi í æðum, líkt og gerist hjá banhungruðum veiðihundum. Töffið útheimtir sitt.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun