Fótbolti

Coleman að taka við Sociedad?

NordicPhotos/GettyImages

Chris Coleman, fyrrum knattspyrnustjóri Fulham í ensku úrvalsdeildinni, er nú sagður vera í viðræðum við forráðamenn Real Sociedad á Spáni um að gerast þjálfari liðsins. Spænska félagið á að hafa sett sig í samband við Coleman eftir að hafa ráðfært sig við fyrrum þjálfara sinn John Toshack. Coleman staðfesti að hann væri í viðræðum við Baskaliðið í samtali við The Sun.

"Það eru margir útlendingar í ensku úrvalsdeildinni en ekki margir Englendingar við stjórnvölinn á meginlandinu. Það yrði mikil og góð lífsreynsla fyrir mig að reyna mig á Spáni þar sem maður fengi að kynnast öðrum bolta og annari menningu," sagði Coleman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×