Fótbolti

Risaleikir í spænska í dag

Real Madrid er öllum að óvörum í lykilstöðu til að landa spænska titlinum
Real Madrid er öllum að óvörum í lykilstöðu til að landa spænska titlinum NordicPhotos/GettyImages

Þrír stórleikir fara fram í spænsku deildinni í knattspyrnu í dag og í kvöld og verða þeir allir sýndir beint á Sýn. Nú fer að draga til tíðinda á Spáni þegar aðeins þrjár umferðir eru eftir og spennan á toppnum er gríðarleg.

Klukkan 15:50 hefst bein útsending Sýnar frá leik Valencia og Villarreal, klukkan 17:50 verður leikur Real Madrid og Deportivo í beinni og að lokum eigast við Barcelona og Getafe klukkan 19:50.

Real Madrid er í efsta sæti deildarinnar með 69 stig líkt og Barcelona, en Real er ofar á árangri í innbyrðisviðureignum liðanna. Sevilla er í þriðja sætinu með 67 stig og Valencia er með 65 stig í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×