Handbolti

Ungverji þjálfar handknattleikslið Fram

MYND/Heimasíða Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur samið við ungverska þjálfarann Ferenc Buday um að þjálfa meistaraflokk karla næstu tvö árin. Hann tekur við af Guðmundi Þórði Guðmundssyni, fyrrverandi landsliðsþjálfara, sem ákvað að hætta með liðið í vor.

Eftir því sem fram kemur á heimasíðu Fram verður Magnús Jónsson, sem var þjálfari meistaraflokks kvenna á síðustu leiktíð, Buday til aðstoðar.

Viðræður við Buday hafa staðið í vel á annan mánuð en hann er hefur starfað sem þjálfari í Svíþjóð, Sviss, Austurríki og á Ítalíu. Þá hefur hann komið að þjálfun landsliða Ungverjalands, jafnt yngri landsliða sem og A-landsliðs karla. Stjórnaði hann meðal annars einum að leikmönnum Fram, Zoltán Braga Belányi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×