Tveir menn voru teknir af lífi í Saudi-Arabíu í dag. Þá hafa 47 manns verið hálshöggnir það sem af er þessu ári. Á síðasta ári voru 34 teknir af lífi og 36 árið þar á undan. Aftökur í Saudi-Arabíu eru oftast með þeim hætti að menn eru hálshöggnir opinberlega.
Alþjóðleg mannréttindasamtök segir að refsingar í Saudi-Arabíu séu forneskjulegar. Þar eru menn teknir af lífi fyrir eiturlyfjasmygl, nauðganir, morð og önnur ofbeldisverk. Yfirvöld segjast framfylgja islömskum lögum.