Tyrkneski herinn segist verndari stjórnkerfisins 27. apríl 2007 21:35 Erdogan og Gul sjást hér sitja fyrir miðju borði, umkringdir flokksfélögum sínum á tyrkneska þinginu í dag. MYND/AFP Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu. Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira
Herinn í Tyrklandi sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu um að hann fylgdist vel með forsetakosningum þar í landi. Herinn sagðist hafa áhyggjur af stöðu mála eftir að fyrsta umferð kosninganna leiddi til pattstöðu á milli stjórnarflokka og stjórnarandstöðu. Tyrkneska þingið kýs forseta landsins. Herinn telur að ef svo verði sé líklegt að stjórnin reyni að breyta um stefnu og nota trúarkenningar íslam sem grundvöll í stjórnkerfi landsins. Yfirlýsingin var óvenju harðorð. Í henni sagði að herinn væri verndari stjórnkerfisins. Flestir í hernum vilja ekki að trúarkenningar ráði stjórnkerfi landsins og að trú og stjórnmál séu aðskilin. Stjórnarandstaðan hefur þegar áfrýjað kosningunum þar sem hún segir að ekki hafi verið nógu margir þingmenn til þess að staðfesta úrslit kosninganna. Alls vantaði tíu atkvæði upp á að tveir þriðju hlutar þingmanna hefðu greitt atkvæði. Ef áfrýjunardómstóll fellst á kröfu stjórnarandstöðunnar verður Tayyip Erdogan, forsætisráðherra landsins, lögum samkvæmt að boða til almennra kosninga. Ef að dómstóllinn hafnar henni er talið að frambjóðandi stjórnarinnar, Abdullah Gul, verði kosinn forseti í þriðju umferð kosninganna, en í þeim þarf frambjóðandi ekki að ná tveimur þriðju hlutum atkvæða til þess að hljóta kosningu. Forseti Tyrklands hefur ekki jafn mikil völd og forsætisráðherrann en embættið hefur engu að síður mikla þýðingu í augum Tyrkja. Embætti forseta hefur ætíð verið í höndum þeirra sem hlynntir eru aðskilnaði trúmála og stjórnmála. Forsetinn hefur þó neitunarvald og beitti síðasti forseti því oft gegn lagasetningum frá íslamistum en þeir eru í meirihluta á þinginu.
Erlent Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Sjá meira