Átti marga aðdáendur og fjendur 23. apríl 2007 19:45 Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina. Erlent Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira
Boris Jelstín, fyrrverandi Rússlandsforseti, lést í dag, 76 ára að aldri. Ekkert hefur verið gefið formlega út um banamein hans en líklegast talið að hjarta Jeltsíns hafi gefið sig. Óhætt er að segja að hann hafi átt sér bæði ótalda aðdáendur og fjendur enda litríkur maður sem þótti oft á tímum sýna einræðistilburði. Jeltsín varð fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Rússlands eftir hrun Sovétríkjanna. Hann tók við í desember 1991 eftir að Mikhail Gorbachev sagði af sér. Ágúst sama ár höfðu harðlínumenn reynt að steypa Gorbachev af stóli og binda enda á umbætur hans. Þá vann Jeltsín það sér til frægðar að klifra upp á skriðdreka í miðri Moskvu og þruma þar yfir samankomnum. Pólitískur ferill Jeltsíns var brokkgengur eftir hrun kommúnismans. Efnahagslegar umbætur hans þóttu margar skelfilegar og efnahagur Rússlands hrundi. Það ríkti einskonar villta-vesturs ástand. Litlir hópar útvalinna auðguðust gríðarlega, en almenningur bjó við vesöld. Allt sitt valdatímabil átti Jeltsín í harðri baráttu við þjóðernissinna sem vildu hverfa aftur til kommúnismans. Þeir reyndu að gera uppreisn og árið 1993 víggirtu þeir sig í þinghúsinu og reyndu að yfirtaka ríkissjónvarpið. Jelstín skipaði hernum að ráðast á þinghúsið og skriðdrekar létu skothríðina dynja á því þartil uppreisnarmenn gáfust upp. Jeltsín kallaði aftur til skriðdreka árið 1994 þegar herinn réðist inn í Tsjetseníu. Þar mistókst hinsvegar að fá andstæðingana til þess að gefast upp. Rússneski herinn lagði Grozny, höfuðborg Téténíu, í rúst, borgina sem átti að bjarga úr klóm téténskra aðskilnaðarsinna. Engu að síður tókst Jeltsín að sitja út tvö kjörtímabil þó heilsuveill væri og gefinn fyrir sopann. Í lok árs 1999 seldi hann völdin í hendurnar á Vladimír Pútín, þáverandi yfirmanns rússnesku leyniþjónustunnar, sem Jeltsín hafði sjálfur valið sem eftirmann sinn. Síðustu árin var Jeltsín heilsuveill og hafði sig lítt í frammi. Viktor Tatarintsev, sendiherra Rússa á Íslandi, segir Jeltsín hafa verið merkan mann í sögu Rússlands. Hann hafi verið merkur stjórnmálamaður og allir Rússar muni eftir honum sem manninum sem tryggði friðsamleg skipti frá kommunisma til markaðshagkerfis í Rússlandi. Hann hafi gert merka hluti og verði minnst sem stjórnmálamenns sem hafi leikið mikilvægt hlutverk á merkum tíma í sögunni. Minningarbók um Boris Jeltsín mun liggja frammi í bústað sendiherra Rússlands á Íslandi við Túngötu 9 síðar í vikunni. Þar geta þeir sem vilja vottað forsetanum fyrrverandi virðingu sína skráð nafn sitt í bókina.
Erlent Fréttir Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Fleiri fréttir Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Sjá meira