Fagurfræði alræðisins, kalda stríðið, ljóskur og karlhlunkar 23. apríl 2007 17:47 Ég held að tónlistarmaðurinn Brian Ferry hafi alltaf verið hálfgerður bjáni. Man að ég sá einhvern tíma viðtal við tónlistargagnrýnanda sem sagði að Ferry væri best geymdur úti í horni með kokkteilglas. Ferry hljóp víst á sig um daginn þegar hann fór að tala um hvað ýmis tákn nasismans væru flott. Þetta vakti mikla hneykslun - Ferry þurfti að biðjast tárvotur afsökunar. Hins vegar bendir sumt til þess að hann sé síbrotamaður á þessu sviði. Hljóðver hans í Bretlandi mun heita führerbunker. En samt er dálítið hæft í þessu hjá Ferry. Sumt í fagurfræði nasismans - og líka kommúnismans - virkar yfirþyrmandi og glæsilegt, ekki síst nú á tíma þegar list virðist felast í því að reyna enn að hneyksla borgarana - sem eru löngu hættir að hneykslast - dýrum í formalíni, óhreinum nærfötum alls kyns drasli sem er raðað saman í "innsetningar". Fyrir tveimur árum dvaldi ég í einni af villunum sem Tító marskálkur reisti í Júgóslavíu. Í villunni voru feikistórar veggmyndir í sósíalrealískum anda, af kraftalegum verkamönnum og bændum sem þrömmuðu inn í framtíðina. Ég horfði löngum stundum á þessar myndir. Um daginn nefndi ég þetta við heimspekinginn Zizek sem var í viðtali hjá mér í Silfrinu. Zizek er frá Slóveníu þar sem áðurnefnd bygging er - og hann vissi nákvæmlega hvað ég var að fara. --- --- --- Eitt af því sem einkenndi kalda stríðið voru miklar beygingar og bukk. Rithöfundar voru ekki litnir réttum augum - fyrir hvað þeir gátu, heldur mynduðust hirðir manna sem hlóðu lofi á hverja aðra. Og líka peningum í formi styrkja og heiðurslauna. Þetta var algjörlega sjúkt ástand. Leiðindatímar. Rithöfundum sem voru varla miðlungs var hampað eins og þar væru þjóðskáld á ferðinni - aðeins ef þeir voru í réttu liði. Það sem ég hef lesið af ritgerðum eftir Matthías Johannessen einkennist flest af eftirsjá eftir þessum tíma. Það er eins og honum finnist að nú hafi óuppdregnir dónar tekið völdin. Þetta er kannski ekki furða. Matthías var sá menningarpáfi sem liðið á hægra vængnum var sífellt að bukka sig fyrir. Það var látið með hann eins og hann væri gott skáld. Nú er verið að fagna því að langlokur eftir Matthías séu komnar á netið. En með leyfi að spyrja - eru þetta ekki meira eða minna sömu textarnir og maður nennti ekki að lesa í Morgunblaðinu í eina tíð. --- --- --- Jón Baldvin talar um ljóskuna í menntamálaráðuneytinu. Það er vissulega óheppilegt og slæmt orðalag. En þó varla hægt að segja að þetta sé kvenfyrirlitning. Kannski bara skoðun hans á einni konu. Ég hef stundum notað orðið "karlhlunkar" yfir suma stjórnmálamenn (er sjálfsagt karlhlunkur sjálfur) og tel ekki að í því felist karlfyrirlitning. --- --- --- Meðfylgjandi mynd er af fyrirhugaðri Höll sovétanna sem átti að rísa í Moskvu og vera hæsta hús í heimi, með risastórt líkneski af Lenín sem teygði sig upp í himininn. Húsið var aldrei reist, meðal annars vegna þess að kom í ljós að jörðin undir því hefði ekki getað borið slíkan þunga. Þá var útbúin sundlaug þarna, en nú hefur verið endurreist á staðnum kirkja sem bolsévíkar létu rífa eftir byltinguna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Ég held að tónlistarmaðurinn Brian Ferry hafi alltaf verið hálfgerður bjáni. Man að ég sá einhvern tíma viðtal við tónlistargagnrýnanda sem sagði að Ferry væri best geymdur úti í horni með kokkteilglas. Ferry hljóp víst á sig um daginn þegar hann fór að tala um hvað ýmis tákn nasismans væru flott. Þetta vakti mikla hneykslun - Ferry þurfti að biðjast tárvotur afsökunar. Hins vegar bendir sumt til þess að hann sé síbrotamaður á þessu sviði. Hljóðver hans í Bretlandi mun heita führerbunker. En samt er dálítið hæft í þessu hjá Ferry. Sumt í fagurfræði nasismans - og líka kommúnismans - virkar yfirþyrmandi og glæsilegt, ekki síst nú á tíma þegar list virðist felast í því að reyna enn að hneyksla borgarana - sem eru löngu hættir að hneykslast - dýrum í formalíni, óhreinum nærfötum alls kyns drasli sem er raðað saman í "innsetningar". Fyrir tveimur árum dvaldi ég í einni af villunum sem Tító marskálkur reisti í Júgóslavíu. Í villunni voru feikistórar veggmyndir í sósíalrealískum anda, af kraftalegum verkamönnum og bændum sem þrömmuðu inn í framtíðina. Ég horfði löngum stundum á þessar myndir. Um daginn nefndi ég þetta við heimspekinginn Zizek sem var í viðtali hjá mér í Silfrinu. Zizek er frá Slóveníu þar sem áðurnefnd bygging er - og hann vissi nákvæmlega hvað ég var að fara. --- --- --- Eitt af því sem einkenndi kalda stríðið voru miklar beygingar og bukk. Rithöfundar voru ekki litnir réttum augum - fyrir hvað þeir gátu, heldur mynduðust hirðir manna sem hlóðu lofi á hverja aðra. Og líka peningum í formi styrkja og heiðurslauna. Þetta var algjörlega sjúkt ástand. Leiðindatímar. Rithöfundum sem voru varla miðlungs var hampað eins og þar væru þjóðskáld á ferðinni - aðeins ef þeir voru í réttu liði. Það sem ég hef lesið af ritgerðum eftir Matthías Johannessen einkennist flest af eftirsjá eftir þessum tíma. Það er eins og honum finnist að nú hafi óuppdregnir dónar tekið völdin. Þetta er kannski ekki furða. Matthías var sá menningarpáfi sem liðið á hægra vængnum var sífellt að bukka sig fyrir. Það var látið með hann eins og hann væri gott skáld. Nú er verið að fagna því að langlokur eftir Matthías séu komnar á netið. En með leyfi að spyrja - eru þetta ekki meira eða minna sömu textarnir og maður nennti ekki að lesa í Morgunblaðinu í eina tíð. --- --- --- Jón Baldvin talar um ljóskuna í menntamálaráðuneytinu. Það er vissulega óheppilegt og slæmt orðalag. En þó varla hægt að segja að þetta sé kvenfyrirlitning. Kannski bara skoðun hans á einni konu. Ég hef stundum notað orðið "karlhlunkar" yfir suma stjórnmálamenn (er sjálfsagt karlhlunkur sjálfur) og tel ekki að í því felist karlfyrirlitning. --- --- --- Meðfylgjandi mynd er af fyrirhugaðri Höll sovétanna sem átti að rísa í Moskvu og vera hæsta hús í heimi, með risastórt líkneski af Lenín sem teygði sig upp í himininn. Húsið var aldrei reist, meðal annars vegna þess að kom í ljós að jörðin undir því hefði ekki getað borið slíkan þunga. Þá var útbúin sundlaug þarna, en nú hefur verið endurreist á staðnum kirkja sem bolsévíkar létu rífa eftir byltinguna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun