Fótbolti

Celtic á eftir Eiði Smára?

Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við sölu frá Barcelona.
Eiður Smári Guðjohnsen er enn orðaður við sölu frá Barcelona. MYND/Getty

El Mundo Deportivo, útbreiddasta blað Katalóníu-héraðs á Spáni, segir að skoska stórveldið Celtic sé á höttunum á eftir Eiði Smára Guðjohnsen, fyrirliða íslenska landsliðsins og leikmanni Barcelona. Fréttin virðist þó eingöngu byggð á getgátum blaðamanns því ekkert er haft eftir forráðamönnum Celtic. Enn fremur segir að Man. Utd hafi enn áhuga á Eiði Smára.

Í fréttinni sem birtist í El Mundo Deportivo í morgun segir að Gordon Strachan, stjóri Celtic, sé afar hrifinn af leikstíl Eiðs Smára og telur að hann henti vel í skoska meistaraliðið. Þá kemur einnig fram að Celtic muni mæta harðri samkeppni frá Manchester United.

Sagt er að Eiður Smári ætli sér að klára keppnistímabilið hjá Barcelona með sóma og leggjast síðan undir fald í sumar og ákveða framtíð sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×