Lewis Hamilton getur orðið sá besti 18. apríl 2007 17:15 Lewis Hamilton er nýjasta stjarnan í Formúlu 1 AFP Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. "Það er auðvitað snemmt að segja til um þannig lagað, en ef Hamilton heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á það sem af er tímabilinu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði besti ökumaður allra tíma. Það er sannarlega ótrúlegt hvað hann hefur náð að gera í sínum allra fyrstu keppnum," sagði Whitmarsh. Fyrrum þrefaldur meistari, Jackie Stewart, hefur þegar sagt að Hamilton gæti brotið blað í sögunni með því að verða heimsmeistari strax á fyrsta tímabili sínu og eigandinn Frank Williams hefur kallað hann "ofurmannlegan". Whitmarsh hélt áfram; "Ég hef unnið með stórkostlegum ökumönnum í minni tíð eins og Alain Prost, Ayrton Senna, Mika Hakkinen og nú Fernando Alonso og Hamilton - og ég sé ekki betur en að Hamilton hafi það sem til þarf. Hann hefur tækni, hörku, hraða, einbeitingu og staðfestu." Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Martin Whitmarsh, yfirmaður McLaren liðsins í Formúlu 1, segir að Bretinn ungi Lewis Hamilton geti vel orðið besti ökuþór í sögunni. Hamilton hefur vakið heimsathygli fyrir að komast á verðlaunapall í fyrstu þremur mótum sínum sem aðalökumaður. "Það er auðvitað snemmt að segja til um þannig lagað, en ef Hamilton heldur áfram á þeirri braut sem hann hefur verið á það sem af er tímabilinu, sé ég ekkert því til fyrirstöðu að hann verði besti ökumaður allra tíma. Það er sannarlega ótrúlegt hvað hann hefur náð að gera í sínum allra fyrstu keppnum," sagði Whitmarsh. Fyrrum þrefaldur meistari, Jackie Stewart, hefur þegar sagt að Hamilton gæti brotið blað í sögunni með því að verða heimsmeistari strax á fyrsta tímabili sínu og eigandinn Frank Williams hefur kallað hann "ofurmannlegan". Whitmarsh hélt áfram; "Ég hef unnið með stórkostlegum ökumönnum í minni tíð eins og Alain Prost, Ayrton Senna, Mika Hakkinen og nú Fernando Alonso og Hamilton - og ég sé ekki betur en að Hamilton hafi það sem til þarf. Hann hefur tækni, hörku, hraða, einbeitingu og staðfestu."
Formúla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira