Mannskæðasta skotárás sinnar tegundar í sögu Bandaríkjanna Jónas Haraldsson skrifar 16. apríl 2007 22:14 Frá fréttamannafundinum í kvöld. MYND/AP 33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna. Erlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
33 létust að meðtöldum byssumanninum í skotárásunum í tækniháskólanum í Virginíu í dag. Rektor háskólans og lögreglstjóri skólans skýrðu frá þessu á fréttamannafundi í kvöld. Skotárásin í dag er sú mannskæðasta sinnar tegundar í Bandaríkjunum. 15 manns slösuðust. Talsvert hefur verið deilt á lögreglu fyrir viðbrögð hennar. Skotárásirnar voru tvær. Sú fyrri var á heimavist í morgun og önnur átti sér stað um tveimur tímum síðar í verkfræði- og vísindabyggingu skólans. Hún er tæpan kílómetra frá heimavistinni. Mikill ringulreið greip um sig í kjölfar fyrstu árásarinnar. Í henni lést par, maður og kona. Einn maður hefur verið yfirheyrður í tengslum við þá skotárás en hann þekkti annað þeirra sem var myrt. Það eina sem lögreglustjóri skólalögreglunnar vildi staðfesta var að byssumaðurinn hefði framið sjálfsmorð og að hann hefði verið karlkyns. Einn nemenda lýsti honum sem ungum manni af asískum uppruna, með svarta hettu og um 180 cm að hæð. Nemendur sögðu fréttamönnum að töluvert hefði verið um sprengjuhótanir til skólans á síðastliðnum vikum. Tveimur þeirra var beint gegn Norris Hall, þar sem seinni árásin átti sér stað. Einnig kom fram að rannsakað verður um hvort að hryðjuverk hafi verið að ræða en það er gert samkvæmt venjubundnum reglum. Fyrri skotárásin átti sér stað klukkan 07:15 að staðartíma (11:15 að íslenskum tíma) í West Ambler Johnson heimavistinni en þar búa 900 nemendur. Tveimur tímum seinna átti önnur árásin sér stað en þá voru nemendur þegar farnir að labba um skólalóðina á ný. Hún átti sér stað í Norris Hall sem er um tæpan kílómeter frá heimavistinni. Lögregla var enn að rannsaka fyrri árásina, sem hún rannsakaði sem einangrað atvik, þegar hún frétti af þeirri seinni. Þá fór byssumaður inn í skólastofu og lét til sín taka. Á milli árásanna voru nemendur varaðir við því með tilkynningum í hátalarakerfi skólans að hugsanlega væri byssumaður á ferð um skólalóðina. Lögregla vildi ekkert segja um hvort að árásirnar tengdust. Hún vildi heldur ekki tjá sig um hvort að hugsanlegt væri að annar byssumaður hefði verið á ferðinni í seinni árásinni. Hart var deilt á lögreglu skólans fyrir að vara ekki nemendur betur við. Lögreglustjórinn, Charles Steger, sagði hins vegar að nær ómögulegt væri að vara alla nemendur skólans við þegar svo margir væru á ferli. Einnig sagði hann að þá hefði ekki grunað að önnur skotárás ætti eftir að eiga sér stað. Einn af nemendum sagði að skólinn hefði sent út tölvupóst um morgunin eftir fyrstu árásina og þar hefði ekkert komið fram um að fresta tímum eða loka skólalóðinni. Á fréttavef BBC segir frá því að nemendur í Norris Hall hafi verið í tíma þegar síðari skotárásirnar áttu sér stað. Nicholas Macko var í stærðfræðitíma þegar hann heyrði háværa hvelli. Stúlka sem sat nálægt hurðinni hafi þá gægst út um hurðina og séð byssumanninn á leið að stofunni. Nokkrir nemendur brugðust þá hratt við og settu borð fyrir hurðina svo hann kæmist ekki inn. Stuttu seinna reyndi byssumaðurinn að komast inn í stofuna en borðin komu í veg fyrir það. Þá skaut hann tvisvar á hurðina, í axlarhæð, og komu tvö stór göt á hurðina. Nemendurnir lágu á gólfinu og héldu við borðin og því hélst hurðin enn lokið. Byssumaðurinn reyndi þá aftur að skjóta á hana en það skot fór ekki í gegn. Þá hætti hann við og fór að næstu kennslustofu. Yfirmenn skólans eru nú að láta aðstandendur þeirra sem létust vita. Ríkisstjóri Virginíu, Tim Kaine, hefur lýst yfir neyðarástandi í ríkinu. Hann er nú á leið frá Tokyo í Japan þar sem hann var að hefja viðskiptaferð. Hægt er að sjá myndband sem nemandi tók á farsíma sinn á meðan árásunum stóð hérna.
Erlent Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent