Konur í jakkafötum, gay kóngur, smalað á Spáni, spásagnir 14. apríl 2007 16:23 Ég hef lengi haldið því fram að Vihjálmur bretaprins verði fyrsti gay kóngur á Englandi. Ég varð pínu tvístígandi meðan á sambandi hans við Kate Middleton stóð, en nú hefur hann slitið því. Þetta væri mjög í anda móður hans - sem var undir lokin orðin einhvers konar verndardýrlingur samkyhneigðra. Þegar Vilhjálmur kemur úr skápnum verður mikill fögnuður og vonandi gengur hann að eiga einhvern fallegan prins. Tek samt fram að ég hef ekki hugmynd um hver kynhneigð Vilhjálms er, gæti reyndar ekki staðið meira á sama, en þetta er bara svo falleg hugmynd. --- --- --- Meira alvörulaust hjal. Getur einhver skýrt út hvers vegna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og líka Guðfinna Bjarnadóttir voru í jakkafötum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Þær tóku sér stöðu á sviði Laugardalshallarinnar innan um karlana í forystu flokksins og smellpössuðu svoleiðis í hópinn. Álengdar stóðu svo konurnar í flokknum, Arnbjörg Sveinsdóttir og Drífa Hjartardóttir, klæddar venjulegum kjólum og virkuðu voða gamaldags. Annars minnir þetta á gamlan brandara sem ég held sé kominn frá gamla Spilverkinu/Stuðmönnum: "Geir Hallgrímsson er ekki í jakkafötum, hann er í buxnadragt!" --- --- --- Suður í Torrevieja á Spáni er mikill fjöldi íslenskra eftirlaunaþega. Svo er náttúrlega fjölmenni á Kanarí líka. Þetta er hópur sem flokkarnir eru að reyna að bera sig eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa skipulagt rútuferð með Íslendinga til ræðismanns í Benidorm eftir helgina og er talið að verði fjölmennt í rútunni. Samfylkingin er líka að reyna að ná fólki af þessum slóðum saman í rútu, en hefur hins vegar átt við þann vanda að stríða að helst enginn vill reka erindi flokksins þarna suðurfrá. Kannski verður Ingibjörg Sólrún bara að leita til átrúnaðargoðs síns Zapatero, forsætisráðherra Spánar? --- --- --- Greiningardeild Glitnisbanka spáði því um daginn að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hækki um 37 prósent á þessu ári. Ekki 36 eða 38 heldur nákvæmlega 37. Nú vita allir sem þekkja til að engin leið er að spá um hækkanir á hlutabréfamarkaði. Það er hægt að greina einhverjar tilhneigingar, en að nefna ákveðna prósentutölu er bjánalegt. Glitnismenn vita að það yrði einskær tilviljun ef spá þeirra rætist. Maður getur eins fengið Ellýju Ármanns til að lesa í kaffibolla eða Gulla til að rýna í stjörnukort. En auðvitað er tilgangurinn með þessu aðeins einn - að kjafta upp markaðinn. --- --- --- Ekki veit ég hvers vegna skoðanakannanir Blaðsins virka svona ofboðslega vitlausar? Er einhver sem getur skýrt út fyrir mér hvaða skekkja er í þeim? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ég hef lengi haldið því fram að Vihjálmur bretaprins verði fyrsti gay kóngur á Englandi. Ég varð pínu tvístígandi meðan á sambandi hans við Kate Middleton stóð, en nú hefur hann slitið því. Þetta væri mjög í anda móður hans - sem var undir lokin orðin einhvers konar verndardýrlingur samkyhneigðra. Þegar Vilhjálmur kemur úr skápnum verður mikill fögnuður og vonandi gengur hann að eiga einhvern fallegan prins. Tek samt fram að ég hef ekki hugmynd um hver kynhneigð Vilhjálms er, gæti reyndar ekki staðið meira á sama, en þetta er bara svo falleg hugmynd. --- --- --- Meira alvörulaust hjal. Getur einhver skýrt út hvers vegna Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og líka Guðfinna Bjarnadóttir voru í jakkafötum á landsfundi Sjálfstæðisflokksins? Þær tóku sér stöðu á sviði Laugardalshallarinnar innan um karlana í forystu flokksins og smellpössuðu svoleiðis í hópinn. Álengdar stóðu svo konurnar í flokknum, Arnbjörg Sveinsdóttir og Drífa Hjartardóttir, klæddar venjulegum kjólum og virkuðu voða gamaldags. Annars minnir þetta á gamlan brandara sem ég held sé kominn frá gamla Spilverkinu/Stuðmönnum: "Geir Hallgrímsson er ekki í jakkafötum, hann er í buxnadragt!" --- --- --- Suður í Torrevieja á Spáni er mikill fjöldi íslenskra eftirlaunaþega. Svo er náttúrlega fjölmenni á Kanarí líka. Þetta er hópur sem flokkarnir eru að reyna að bera sig eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hafa skipulagt rútuferð með Íslendinga til ræðismanns í Benidorm eftir helgina og er talið að verði fjölmennt í rútunni. Samfylkingin er líka að reyna að ná fólki af þessum slóðum saman í rútu, en hefur hins vegar átt við þann vanda að stríða að helst enginn vill reka erindi flokksins þarna suðurfrá. Kannski verður Ingibjörg Sólrún bara að leita til átrúnaðargoðs síns Zapatero, forsætisráðherra Spánar? --- --- --- Greiningardeild Glitnisbanka spáði því um daginn að hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hækki um 37 prósent á þessu ári. Ekki 36 eða 38 heldur nákvæmlega 37. Nú vita allir sem þekkja til að engin leið er að spá um hækkanir á hlutabréfamarkaði. Það er hægt að greina einhverjar tilhneigingar, en að nefna ákveðna prósentutölu er bjánalegt. Glitnismenn vita að það yrði einskær tilviljun ef spá þeirra rætist. Maður getur eins fengið Ellýju Ármanns til að lesa í kaffibolla eða Gulla til að rýna í stjörnukort. En auðvitað er tilgangurinn með þessu aðeins einn - að kjafta upp markaðinn. --- --- --- Ekki veit ég hvers vegna skoðanakannanir Blaðsins virka svona ofboðslega vitlausar? Er einhver sem getur skýrt út fyrir mér hvaða skekkja er í þeim?
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun