Stór krókódíll beit handlegginn af dýralækni í dýragarði í Tævan, í gær. Dýralæknirinn var að svæfa skepnuna og hafði skotið í það pílu með deyfilyfjum. Þegar krókódíllinn var kyrr orðinn, gekk læknirinn að honum til þess að fjarlægja píluna. En krókódíllinn snarsneri sér þá og reif af honum handlegginn.
Dýralækninum tókst að komast upp úr krókódílapollinum en aðrir starfsmenn reyndu að ná handleggnum úr kjafti krókódílsins. Hann vildi ekki sleppa, og var þá skotinn til bana. Farið var með dýralækninn á næsta sjúkrahús þar sem hann gekkst undir mikla aðgerð og handleggurinn var græddur á hann aftur.