Bretar héldu í dag sinn fyrsta fund með leiðtoga Hamas samtakanna. Stjórnarerindreki var sendur til Palestínu til viðræðna við forsætisráðherra landsins, Ismail Haniyeh, varðandi mál fréttamanns BBC, Alans Johnston, sem var rænt þann 12. mars síðastliðinn. Bretar sögðu þó í morgun að eina málið sem yrði tekið fyrir væri mannránið.
Þeir vildu jafnframt ekki meina að þetta gengi gegn stefnu Evrópusambandsins um að sniðganga Hamas samtökin og talsmenn þeirra. Alan Johnston hefur verið lengur í haldi mannræningja en nokkur annar fréttamaður sem rænt hefur verið.