Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að það sé liðin tíð að liðið spreði milljörðum í leikmenn eins og tíðkaðist fyrr í stjórnartíð hans. Stjórinn segir að einmitt þess vegna muni félagið ekki kaupa spænska framherjann David Villa frá Valencia í sumar eins og breskir fjölmiðlar hafa haldið fram.
"Ég hef miklar mætur á David Villa en Chelsea hefur ekki áhuga á að kaupa hann. Við erum með tvo frábæra framherja í liði okkar og eftir því sem ég hef heyrt mun Valencia heimta fáránlegar upphæðir fyrir Villa. Menn eru verðlagðir ansi hátt í dag og Chelsea er hætt að eyða háum fjárhæðum í leikmenn," sagði Mourinho.