Frjálslyndi flokkurinn og rasisminn, fjárfestingar útlendinga 3. apríl 2007 18:23 Ég veit ekki hvað það er skynsamlegt að rjúka upp til handa og fóta yfir málflutningi Frjálslynda flokksins. Er ekki betra að ræða þetta sæmilega málefnalega? Tökum til dæmis vinnumarkaðinn. Það er alls ekki út í hött að halda því fram að mikill straumur nýs verkafólks geti skert kjör þeirrra sem fyrir eru. Í Bretlandi kom upp frægt dæmi um þetta í hittifyrra þegar pakistanskar konur sem unnu við matvælaframleiðslu á Heathrow-flugvelli fóru í verkfall. Fyrst var hlegið að þeim - verkföll þykja nefnilega úrelt í Bretlandi. Svo kom í ljós að reiði þeirra var sprottin af því að eigendur fyrirtæksins Gate Catering ætluðu að ráða her manna frá Austur-Evrópu sem var til í að vinna á enn lægra kaupi en pakistönsku konurnar. Lækkandi launakostnaður vegna innflutts vinnuafls hefur haldið þenslunni hérna aðeins í skefjum síðustu ár. Því auðvitað eru það fyrst og fremst atvinnurekendur sem bera ábyrgð á hinum stóraukna straumi erlends vinnuafls. En hvað gerist ef hægir um og kemur upp atvinnuleysi? Það var nokkuð merkilegur punktur sem heimspekingurinn Slavoj Zizek nefndi í Silfri mínu á sunnudag - hann sagði að það væri svo skrítið núorðið að svonefndir hægriöfgaflokkar væru þeir einu sem nokkurn tíma töluðu um verkafólk og kjör þess. Það er heldur ekki fráleitt að segja að sáttin um velferðarkerfið geti brostið ef sá tími kemur að kerfið þarf að sinna miklum fjölda fólks sem almenningur skynjar sem utanaðkomandi. Um þetta hafa verið miklar umræður í Bretlandi, ekki síst eftir að David Goodhart, ritstjóri hins vinstri sinnaða og ofurfrjálslynda tímarits Prospect skrifaði umdeilda grein þar sem hann lagði áherslu á að velferðarkerfið útheimti ákveðna samheldni í þjóðfélaginu - og var fyrir vikið líkt við sjálfan Enoch Powell! Það er líka mikið til í því að þessar breytingar hafa orðið á alltof skömmum tíma. Það veit alls ekki á gott. Enginn getur litiið framhjá þeirri hættu að við að við förum á næstu árum og áratugum að upplifa sömu vandamál og nágrannaþjóðirnar. Aukningin hefur verið ofboðsleg, en samt erum við rétt að byrja að feta okkur eftir þessari braut. Meira að segja fjölmenningarsinninn Eiríkur Bergmann hefur varað sterklega við myndun gettóa - svo maður leyfi sér að nota það ljóta orð. --- --- --- Vandinn er að margir draga í efa heilindi forystumanna Frjálslynda flokksins. Sá grunur læðist vissulega að manni að málflutningur þeirra sé ekki annað en tækifærismennska, að þeir séu að fiska eftir atkvæðum í gruggugu vatni. Sumir þeirra ganga líka of langt, eins og ungur frambjóðandi í fimmta sæti lista flokksins í Reykjavík sem skrifar æsingagrein á vefsíðu sína undir yfirskriftinni Ísland fyrir Íslendinga. Flokkurinn er ekki trúverðugur með svoleiðis menn í framboði. Hins vegar er Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, sem stundum vill ekkert kannast við málflutning sinna eigin flokksmanna í innflytjendamálum. Annað hvort er þetta gert með ráðnum hug - að Guðjón og Jón Magnússon séu að leika góðu og vondu lögguna líkt og í sjónvarpinu - eða það sem líklegra er að Guðjón viti ekki alveg hvað er á seyði. Hefur hann kannski misst tökin á flokknum? Framsókn er að reyna að taka innflytjendaspunann og kasta honum beint aftur í hausinn á Frjálslyndum. Manni finnst eins og það sé partur af pólitísku geimi fremur en að um sé að ræða heilaga vændlætingu. Hins vegar getur verið erfitt að fylgjast með því hvað vinstri flokkarnir verða taugaveiklaðir yfir þessu og rjúka upp af minnsta tilefni, sérstaklega Samfylkingin sem á sínum verstu dögum virkar eins og höfuðkirkja pólitísks rétttrúnaðar á Íslandi. Það þýðir heldur ekki að beita þeirri nauðhyggju að ekki sé hægt að stöðva innflytjendastrauminn eða hægja á honum - það er nær að ræða hvort við viljum gera það. --- --- --- Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar svaraði spurningum íslenskra blaðamanna á fundi í gær. Meðal þess sem Reinfeldt var spurður var hvernig honum litist á fjárfestingar Íslandinga í Svíþjóð - gott ef hann þurfti ekki að svara því hvort þær skytu honum selk í bringu? Spurning þessi er er fullkomlega vitlaus. Rétta spurningin er hvers vegna Svíar, sem stunda meiri verslun utanlands en flestar þjóðir, hafa sama og ekkert fjárfest á Íslandi. Eða kann einhver svar við því? Í framhaldi af þessu minni ég á nýja bók eftir ofannefndan Eirík Bergmann en þar kemur meðal annars fram að enn eigi Íslendingar hlutfallslega litlar eignir í útlöndum samanborið við nágrannaþjóðirnar. Orðrétt stendur í bókinni sem nefnist Opið land: "Þetta nýja þverþjóðlega rými hefur hins vegar skapað fjölda tækifæra á Íslandi sem ekki voru fyrir hendi áður. Þessu til vitnis dugir að benda á aukin umsvif íslenskra viðskiptamanna á erlendum mörkuðum, eins og nefnt var í upphafskafla. Þó ættu menn að varast að ofmeta umsvif Íslendinga erlendis. Öfugt við það sem ætla mætti af fjölmiðlaumfjöllun undanfarin misseri eiga Íslendingar hlutfallslega litlar eignir í útlöndum þrátt fyrir að umsvifin hafi aukist óhemju hratt á undanförnum árum. Samkvæmt tölum Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) þá á hver Íslendingur til að mynda að meðaltali vel undir helming af því sem hver Dani og hver Svíi á í beinum eignum utan eigin landamæra. Þessa staðreynd er ágætt að hafa í huga þegar útrásin svokallaða er til umfjöllunar." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Ég veit ekki hvað það er skynsamlegt að rjúka upp til handa og fóta yfir málflutningi Frjálslynda flokksins. Er ekki betra að ræða þetta sæmilega málefnalega? Tökum til dæmis vinnumarkaðinn. Það er alls ekki út í hött að halda því fram að mikill straumur nýs verkafólks geti skert kjör þeirrra sem fyrir eru. Í Bretlandi kom upp frægt dæmi um þetta í hittifyrra þegar pakistanskar konur sem unnu við matvælaframleiðslu á Heathrow-flugvelli fóru í verkfall. Fyrst var hlegið að þeim - verkföll þykja nefnilega úrelt í Bretlandi. Svo kom í ljós að reiði þeirra var sprottin af því að eigendur fyrirtæksins Gate Catering ætluðu að ráða her manna frá Austur-Evrópu sem var til í að vinna á enn lægra kaupi en pakistönsku konurnar. Lækkandi launakostnaður vegna innflutts vinnuafls hefur haldið þenslunni hérna aðeins í skefjum síðustu ár. Því auðvitað eru það fyrst og fremst atvinnurekendur sem bera ábyrgð á hinum stóraukna straumi erlends vinnuafls. En hvað gerist ef hægir um og kemur upp atvinnuleysi? Það var nokkuð merkilegur punktur sem heimspekingurinn Slavoj Zizek nefndi í Silfri mínu á sunnudag - hann sagði að það væri svo skrítið núorðið að svonefndir hægriöfgaflokkar væru þeir einu sem nokkurn tíma töluðu um verkafólk og kjör þess. Það er heldur ekki fráleitt að segja að sáttin um velferðarkerfið geti brostið ef sá tími kemur að kerfið þarf að sinna miklum fjölda fólks sem almenningur skynjar sem utanaðkomandi. Um þetta hafa verið miklar umræður í Bretlandi, ekki síst eftir að David Goodhart, ritstjóri hins vinstri sinnaða og ofurfrjálslynda tímarits Prospect skrifaði umdeilda grein þar sem hann lagði áherslu á að velferðarkerfið útheimti ákveðna samheldni í þjóðfélaginu - og var fyrir vikið líkt við sjálfan Enoch Powell! Það er líka mikið til í því að þessar breytingar hafa orðið á alltof skömmum tíma. Það veit alls ekki á gott. Enginn getur litiið framhjá þeirri hættu að við að við förum á næstu árum og áratugum að upplifa sömu vandamál og nágrannaþjóðirnar. Aukningin hefur verið ofboðsleg, en samt erum við rétt að byrja að feta okkur eftir þessari braut. Meira að segja fjölmenningarsinninn Eiríkur Bergmann hefur varað sterklega við myndun gettóa - svo maður leyfi sér að nota það ljóta orð. --- --- --- Vandinn er að margir draga í efa heilindi forystumanna Frjálslynda flokksins. Sá grunur læðist vissulega að manni að málflutningur þeirra sé ekki annað en tækifærismennska, að þeir séu að fiska eftir atkvæðum í gruggugu vatni. Sumir þeirra ganga líka of langt, eins og ungur frambjóðandi í fimmta sæti lista flokksins í Reykjavík sem skrifar æsingagrein á vefsíðu sína undir yfirskriftinni Ísland fyrir Íslendinga. Flokkurinn er ekki trúverðugur með svoleiðis menn í framboði. Hins vegar er Guðjón A. Kristjánsson, formaður flokksins, sem stundum vill ekkert kannast við málflutning sinna eigin flokksmanna í innflytjendamálum. Annað hvort er þetta gert með ráðnum hug - að Guðjón og Jón Magnússon séu að leika góðu og vondu lögguna líkt og í sjónvarpinu - eða það sem líklegra er að Guðjón viti ekki alveg hvað er á seyði. Hefur hann kannski misst tökin á flokknum? Framsókn er að reyna að taka innflytjendaspunann og kasta honum beint aftur í hausinn á Frjálslyndum. Manni finnst eins og það sé partur af pólitísku geimi fremur en að um sé að ræða heilaga vændlætingu. Hins vegar getur verið erfitt að fylgjast með því hvað vinstri flokkarnir verða taugaveiklaðir yfir þessu og rjúka upp af minnsta tilefni, sérstaklega Samfylkingin sem á sínum verstu dögum virkar eins og höfuðkirkja pólitísks rétttrúnaðar á Íslandi. Það þýðir heldur ekki að beita þeirri nauðhyggju að ekki sé hægt að stöðva innflytjendastrauminn eða hægja á honum - það er nær að ræða hvort við viljum gera það. --- --- --- Fredrik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar svaraði spurningum íslenskra blaðamanna á fundi í gær. Meðal þess sem Reinfeldt var spurður var hvernig honum litist á fjárfestingar Íslandinga í Svíþjóð - gott ef hann þurfti ekki að svara því hvort þær skytu honum selk í bringu? Spurning þessi er er fullkomlega vitlaus. Rétta spurningin er hvers vegna Svíar, sem stunda meiri verslun utanlands en flestar þjóðir, hafa sama og ekkert fjárfest á Íslandi. Eða kann einhver svar við því? Í framhaldi af þessu minni ég á nýja bók eftir ofannefndan Eirík Bergmann en þar kemur meðal annars fram að enn eigi Íslendingar hlutfallslega litlar eignir í útlöndum samanborið við nágrannaþjóðirnar. Orðrétt stendur í bókinni sem nefnist Opið land: "Þetta nýja þverþjóðlega rými hefur hins vegar skapað fjölda tækifæra á Íslandi sem ekki voru fyrir hendi áður. Þessu til vitnis dugir að benda á aukin umsvif íslenskra viðskiptamanna á erlendum mörkuðum, eins og nefnt var í upphafskafla. Þó ættu menn að varast að ofmeta umsvif Íslendinga erlendis. Öfugt við það sem ætla mætti af fjölmiðlaumfjöllun undanfarin misseri eiga Íslendingar hlutfallslega litlar eignir í útlöndum þrátt fyrir að umsvifin hafi aukist óhemju hratt á undanförnum árum. Samkvæmt tölum Efnahags og framfarastofnunarinnar (OECD) þá á hver Íslendingur til að mynda að meðaltali vel undir helming af því sem hver Dani og hver Svíi á í beinum eignum utan eigin landamæra. Þessa staðreynd er ágætt að hafa í huga þegar útrásin svokallaða er til umfjöllunar."
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun