Óttast um fjölda fólks 2. apríl 2007 19:45 Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. Skjálftinn sem var átta stig reið yfir um það leyti sem íbúar eyjanna voru að rísa úr rekkju. Upptök hans voru nánast beint undir eyjaklasanum, sem er í vestanverðu Kyrrahafinu, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Honiara. Örskömmu síðar skall tröllvaxin flóðbylgja á ströndum eyjanna, að jafnaði um fjögurra til fimm metra há en sums staðar allt upp í tíu metrar. Vestanverður klasinn virðist hafa orðið verst úti, heilu þorpin í nágrenni bæjarins Gizo eru sögð hafa þurrkast út í hamförunum. Þegar hefur á annan tug líka fundist en óttast er að mannfallið sé mun meira. Bæði er fjölda fólks ennþá saknað og frá sumum af afskekktari eyjunum hafa engar fréttir borist. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á eyjunum enda eru margir án brýnustu nauðsynja. Unnið er að því að koma hjálpargögnum á vettvang. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Ástralíu en nokkrum klukkustundum síðar var henni aflétt þegar ljóst var að áhrifa bylgjunnar hefði gætt á takmörkuðu svæði. Hálf milljón manna býr á Salómonseyjum en þær eru á risastóru misgengi, Eldhringnum svonefnda. Á sömu sprungu myndaðist flóðbylgjan mikla á annan dag jóla 2004 sem kostaði hátt í 300.000 mannslíf. Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Tröllvaxnar flóðbylgjur færðu heilu þorpin á kaf á Salómonseyjum, í vestanverðu Kyrrahafi, í gærkvöld eftir að öflugur neðansjávarskjálfti reið yfir svæðið. (IMK) Þrettán lík hafa fundist en óttast er að mun fleiri hafi farist þar sem upplýsingar af flóðasvæðunum eru af skornum skammti. Skjálftinn sem var átta stig reið yfir um það leyti sem íbúar eyjanna voru að rísa úr rekkju. Upptök hans voru nánast beint undir eyjaklasanum, sem er í vestanverðu Kyrrahafinu, um 350 kílómetra norðvestur af höfuðborginni Honiara. Örskömmu síðar skall tröllvaxin flóðbylgja á ströndum eyjanna, að jafnaði um fjögurra til fimm metra há en sums staðar allt upp í tíu metrar. Vestanverður klasinn virðist hafa orðið verst úti, heilu þorpin í nágrenni bæjarins Gizo eru sögð hafa þurrkast út í hamförunum. Þegar hefur á annan tug líka fundist en óttast er að mannfallið sé mun meira. Bæði er fjölda fólks ennþá saknað og frá sumum af afskekktari eyjunum hafa engar fréttir borist. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á eyjunum enda eru margir án brýnustu nauðsynja. Unnið er að því að koma hjálpargögnum á vettvang. Flóðbylgjuviðvörun var gefin út í Ástralíu en nokkrum klukkustundum síðar var henni aflétt þegar ljóst var að áhrifa bylgjunnar hefði gætt á takmörkuðu svæði. Hálf milljón manna býr á Salómonseyjum en þær eru á risastóru misgengi, Eldhringnum svonefnda. Á sömu sprungu myndaðist flóðbylgjan mikla á annan dag jóla 2004 sem kostaði hátt í 300.000 mannslíf.
Erlent Fréttir Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira