Hvað á að gera við flóttamenn, er einn af alvarlegustu ásteytingarsteinunum í deilum Ísraela og Palestínumanna. Saudi-Arabar hafa lagt fram tillögu sem gæti leyst þann hnút. Hún er á þá leið að Palestinskir flóttamenn fái "réttláta lausn" á málum sínum, frekar en snúa aftur til fyrri heimkynna.
Ísraelar telja sig enganvegin geta tekið við fjórum milljónum araba innfyrir sín landamæri. Lausnin gæti falist í því að greiða þeim bætur. Raunar var flótti í báðar áttir, því hundruð þúsunda Gyðinga flúðu heimili sín, í Arabaríkjunum, í fyrsta stríðinu árið 1948. Og fengu engar bætur. Það mál kemur hinsvegar ekkert inn í deiluna í dag. (Smellið á kortið til að stækka það)