
Erlent
Öryggisráðið lýsir yfir áhyggjum vegna sjóliða
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í kvöld ályktun þar sem það lýsir yfir áhyggjum af handtökum Írana á 15 breskum sjóliðum. Upphaflega átti ályktunin að krefjast þess að Íranar létu sjóliðana lausa tafarlaust en eftir langar viðræður Breta og Rússa var sæst á að krefjast þess að sjóliðunum yrði sleppt fljótlega.