Sýknað vegna skopmynda, Íslandshreyfingin, fermingar og efnishyggja 22. mars 2007 21:34 Einhver undarlegasta uppákoma síðari ára er þegar allt það fólk sem á ensku kallast bleeding heart liberals fór að bera blak af ofstækismönnum sem heimtuðu að ritskoðaðar yrðu nokkrar skopmyndir. Aldrei hefur maður heyrt í jafn mörgu skilningsríku fólki - sem skildi það svo vel að múslimar hlytu að vera móðgaðir vegna teikninga af Múhameð sem birtust í blaði á dönskum útkjálka. Skildi að vegna þessa væru brennd sendiráð, fólk jafnvel drepið og hætt viðskiptum við heila þjóð. Sumar af þessum skopmyndum birtust víðar. Meðal annars á þessum vef. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að eitthvað sem ég sagði um skopmyndamálið birtist í Politiken í Kaupmannahöfn - það var minnir mig þegar ég sagði að myndirnar ættu helst að birtast út um allt. Trúarbrögð ættu ekki að vera undanþegin móðgunum. Fjandakornið, það eru meira en þrjú hundruð ár síðan Voltaire fæddist - hátt í heil öld síðan Bunuel og Dali gerðu sínar súrrealísku háðsádeilur á kirkjuna. Nú hefur franskur dómari komist að nokkurn veginn sömu niðurstöðu. Íslamskir trúarleiðtogar í Frakklandi höfðu kært tímaritið Charlie Hebdo (hundómerkilegt og leiðilegt blað) fyrir að birta teikningarnar. Dómarinn sagði að myndirnar brytu ekki gegn frönskum lögum heldur stuðluðu þvert á móti með mikilvægum hætti að tjáningarfrelsi í landinu. Ég held reyndar að margir þeirra sem tóku málstað ofstækismannanna hafi áttað sig síðar. Vona það allavega. --- --- --- Fjallið tók joðsótt og fæddi.... Eða? Hvað á maður að halda um framboð Íslandshreyfingarinnar? Var maður ekki að bíða eftir nýjum andlitum? Svo eru þetta Ómar, Margrét og Jakob Frímann. Og vinkonur Margrétar úr Frjálslynda flokknum. Jú og Ósk Vilhjálmsdóttir sem ég hef hingað til haldið að væri til vinstri í pólitík. Var ekki ætlun Ómars að stofna til framboðs á hægri vængnum sem myndi laða til sín umhverfisverndarfólk úr Sjálfstæðisflokknum? Varla tekst það með þessu móti. Miklu líklegra er að Íslandshreyfingin taki fylgi frá vinstri flokkunum. Reyndar er ég ekki viss um að neitt umhverfissinnafylgi sé til skiptanna hjá Sjálfstæðisflokknum. Fólk sem kýs þann flokk gerir það út af einhverju öðru en umhverfismálum. Því er spurning hvort Íslandshreyfingin hafi kannski þveröfug áhrif. Að hún styrki Sjálfstæðisflokkinn og þar af leiðandi stóriðjustefnuna? --- --- --- Stundum heyrir maður dásamlegar flökkusögur. Til dæmis um fermingar. Ein þeirra er að í fermingarveislu nokkurri hafi verið afþakkaðar allar gjafir sem kostuðu minna en átta þúsund krónur. Önnur er um fermingarveislu þar sem ekki mátti koma með gjafir sem eru keyptar í Hagkaup. Fermingar hafa meðal annars þann tilgang að leiða börn inn í heim efnishyggju og hræsni, svo þetta er kannski bara allt satt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Einhver undarlegasta uppákoma síðari ára er þegar allt það fólk sem á ensku kallast bleeding heart liberals fór að bera blak af ofstækismönnum sem heimtuðu að ritskoðaðar yrðu nokkrar skopmyndir. Aldrei hefur maður heyrt í jafn mörgu skilningsríku fólki - sem skildi það svo vel að múslimar hlytu að vera móðgaðir vegna teikninga af Múhameð sem birtust í blaði á dönskum útkjálka. Skildi að vegna þessa væru brennd sendiráð, fólk jafnvel drepið og hætt viðskiptum við heila þjóð. Sumar af þessum skopmyndum birtust víðar. Meðal annars á þessum vef. Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að eitthvað sem ég sagði um skopmyndamálið birtist í Politiken í Kaupmannahöfn - það var minnir mig þegar ég sagði að myndirnar ættu helst að birtast út um allt. Trúarbrögð ættu ekki að vera undanþegin móðgunum. Fjandakornið, það eru meira en þrjú hundruð ár síðan Voltaire fæddist - hátt í heil öld síðan Bunuel og Dali gerðu sínar súrrealísku háðsádeilur á kirkjuna. Nú hefur franskur dómari komist að nokkurn veginn sömu niðurstöðu. Íslamskir trúarleiðtogar í Frakklandi höfðu kært tímaritið Charlie Hebdo (hundómerkilegt og leiðilegt blað) fyrir að birta teikningarnar. Dómarinn sagði að myndirnar brytu ekki gegn frönskum lögum heldur stuðluðu þvert á móti með mikilvægum hætti að tjáningarfrelsi í landinu. Ég held reyndar að margir þeirra sem tóku málstað ofstækismannanna hafi áttað sig síðar. Vona það allavega. --- --- --- Fjallið tók joðsótt og fæddi.... Eða? Hvað á maður að halda um framboð Íslandshreyfingarinnar? Var maður ekki að bíða eftir nýjum andlitum? Svo eru þetta Ómar, Margrét og Jakob Frímann. Og vinkonur Margrétar úr Frjálslynda flokknum. Jú og Ósk Vilhjálmsdóttir sem ég hef hingað til haldið að væri til vinstri í pólitík. Var ekki ætlun Ómars að stofna til framboðs á hægri vængnum sem myndi laða til sín umhverfisverndarfólk úr Sjálfstæðisflokknum? Varla tekst það með þessu móti. Miklu líklegra er að Íslandshreyfingin taki fylgi frá vinstri flokkunum. Reyndar er ég ekki viss um að neitt umhverfissinnafylgi sé til skiptanna hjá Sjálfstæðisflokknum. Fólk sem kýs þann flokk gerir það út af einhverju öðru en umhverfismálum. Því er spurning hvort Íslandshreyfingin hafi kannski þveröfug áhrif. Að hún styrki Sjálfstæðisflokkinn og þar af leiðandi stóriðjustefnuna? --- --- --- Stundum heyrir maður dásamlegar flökkusögur. Til dæmis um fermingar. Ein þeirra er að í fermingarveislu nokkurri hafi verið afþakkaðar allar gjafir sem kostuðu minna en átta þúsund krónur. Önnur er um fermingarveislu þar sem ekki mátti koma með gjafir sem eru keyptar í Hagkaup. Fermingar hafa meðal annars þann tilgang að leiða börn inn í heim efnishyggju og hræsni, svo þetta er kannski bara allt satt.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun