Finnski græninginn Jyrki J.J. Kasvi er að bjóða sig fram til þings þar í landi og auk þess að hafa heimasíðu sína á finnsku og ensku hefur hann þýtt hana á Klingonsku. Star Trek þættirnir nutu nefnilega slíkra vinsælda að menn settust niður og skrifuðu málið klingonsku, en það er hið óskiljanlega hrognamál sem Klingonar tala.
Árlega eru haldnar Star Trek ráðstefnur, og þar koma menn saman í viðeigandi búningum og tala klingonsku. Jyrki hefur enda fengið mikil viðbrögð við heimasíðu sinni og til hans streyma stuðningsyfirlýsingar frá öllum heimshornum.
Og fyrirsögnin ? Jú, þýtt af klingonsku yfir á hið ástkæra ylhýra er fyrirsögnin: Stjórnmálamaðurinn Kasvi.