Slökkviliðsmenn, í Suður-Kaliforníu, gera sér vonir um að í kvöld eða nótt verði hægt að ná tökum á skógareldum sem hafa logað í Orange-sýslu síðan snemma í gær.
Um 1.200 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Erfiðlega hefur gengið að berjast við eldana því vindasamt er á svæðinu, miklir þurrkar og hiti óvenju mikill miðað við árstíma.
Lögregla rannsakar nú hvort upptök eldsins megi rekja til þess að kveikt var í stolnum bíl á Anaheim-hæðum, 60 kílómetrum suðaustur af Los Angeles.
Óvenjulegt er að skólgareldar logi á þessum slóðum á þessum árstíma. Yfirleitt kvikna þeir og loga helst á sumrin, frá júní og fram í október.