Hugo Chavez forseti Venesúela er enn við sama heygarðshornið á för sinni í Suður-Ameríku. Við komuna til Bólivíu í gær skaut hann föstum skotum að Bandaríkjunum þegar hann sagði kapítalismann ávísun á beina leið til glötunar en sósíalismann vera tæki þeirra sem hyggjast gera himnaríki á jörð. George Bush Bandaríkjaforseti sem rétt eins og Chavez er á ferðalagi um álfuna heldur til Kólumbíu í dag en þar ræður ríkjum einn af hans dyggustu stuðningsmönnum Alvaro Uribe. Þaðan heldur hann svo til Gvatemala og loks Mexíkó.
Chavez lætur gamminn geysa
