Biðlar til nágrannanna 10. mars 2007 13:15 Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga. Íraska ríkisstjórnin stendur fyrir ráðstefnunni í Bagdad en hana sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk fulltrúa Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Ástandið er hins vegar orðið svo slæmt að fá verður alla þá að samningaborðinu sem á annað borð geta aðstoðað. Ítök Írana hjá íröskum sjíum eru umtalsverð en stigvaxandi átök þeirra við súnnía eru einmitt í brennidepli á ráðstefnunni. Í setningarræðu sinni sagðist Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vonast eftir stuðningi nágranna sinna í baráttunni við þá hryðjuverkahópa sem standa fyrir skálmöldinni í landinu. Væntingar til ráðstefnunnar eru hóflegar en vonast er þó til að með henni verði stigið fyrsta skrefið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið. Um svipað leyti og ráðstefnan var sett birtu arabísku sjónvarpsstöðvarnar al-Arabiya og al-Jazeera myndband sem sagt er frá íröskum andspyrnuhópi sem kallar sig "Örvar réttlætisins". Á myndbandinu hóta talsmenn hans að myrða þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu kalli Þjóðverjar ekki hersveitir sínar heim frá Afganistan innan tíu daga. Þýsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hvort fólkið í myndbandinu sé Hannelore Krause og uppkominn sonur hennar sem talið er að hafi verið rænt í Írak á dögunum. Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Á fjölþjóðlegri ráðstefnu um vargöldina í Írak sem hófst í Bagdad í morgun biðlaði Nuri al-Maliki, forsætisráðherra landsins, til nágrannaríkjanna um að aðstoða í baráttunni við hryðjuverkamenn. Hópur íraskra uppreisnarmanna hótar að drepa þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu yfirgefi þýskar hersveitir ekki Afganistan innan tíu daga. Íraska ríkisstjórnin stendur fyrir ráðstefnunni í Bagdad en hana sitja erindrekar Bandaríkjanna, helstu nágrannaríkja Íraks, auk fulltrúa Arababandalagsins og öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem bandarískir embættismenn funda með kollegum sínum frá Sýrlandi og Íran. Bandarísk stjórnvöld segja þessi nágranna Íraka eiga sinn þátt í að magna upp ofbeldið í landinu og neituðu til skamms tíma að ræða við þá um málið. Ástandið er hins vegar orðið svo slæmt að fá verður alla þá að samningaborðinu sem á annað borð geta aðstoðað. Ítök Írana hjá íröskum sjíum eru umtalsverð en stigvaxandi átök þeirra við súnnía eru einmitt í brennidepli á ráðstefnunni. Í setningarræðu sinni sagðist Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, vonast eftir stuðningi nágranna sinna í baráttunni við þá hryðjuverkahópa sem standa fyrir skálmöldinni í landinu. Væntingar til ráðstefnunnar eru hóflegar en vonast er þó til að með henni verði stigið fyrsta skrefið í einhvers konar friðarferli og að í næsta mánuði fundi utanríkisráðherrar ríkjanna um ástandið. Um svipað leyti og ráðstefnan var sett birtu arabísku sjónvarpsstöðvarnar al-Arabiya og al-Jazeera myndband sem sagt er frá íröskum andspyrnuhópi sem kallar sig "Örvar réttlætisins". Á myndbandinu hóta talsmenn hans að myrða þýsk mæðgin sem hann hefur í haldi sínu kalli Þjóðverjar ekki hersveitir sínar heim frá Afganistan innan tíu daga. Þýsk stjórnvöld hafa ekki viljað staðfesta hvort fólkið í myndbandinu sé Hannelore Krause og uppkominn sonur hennar sem talið er að hafi verið rænt í Írak á dögunum.
Erlent Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira