Wagner í dragi, ofstækisfullt trúleysi, kosningaauglýsingar 2. mars 2007 20:58 Við Björn Bjarnason hlustuðum báðir á Wagnersóperur nú í vetur. Það hefur mátt lesa á vefsíðum okkar. En þá vissum við ekki að Wagner hefði kannski verið klæðskiptingur - eða allavega ekki ég. Þetta leiða þrotlausar rannsóknir á klæðskerareikningum tónjöfursins í ljós. Wagner var reyndar svo fínn með sig - eða svo viðkvæmur í húðinni - að hann vildi ekki ganga í neinu nema silki næst sér. Svaf í silkivoðum. En hafi hann dressað sig upp eins og kona, hvort hefur það þá verið eins og hefðarfrú eða kannski eins og einhver fornkonan úr óperunum? Brünnhilde eða Kriemhilde eða Isolde? Einhvern veginn horfir það líka öðruvísi við ef hann hefur verið íklæddur kvenbúningi er hann samdi óperur eins og Götterdämmerung. --- --- --- Það er erfitt að sjá núorðið hverjir eru verri eða ofstækisfyllri - ofstækisfullir trúmenn eða ofstækisfullir trúleysingjar. Ég verð að viðurkenna að mér hugnast hvorugt. Hvort tveggja er afar leiðinlegt. Hópar trúleysingja eru í herferð gegn einhverju sem nefnist Vinaleið og starfar á vegum þjóðkirkjunnar. Það virðist hreinlega ekki mega kannast við það lengur að við búum samfélagi sem byggir á kristnum gildum og menningu - og að mikill meirihluti barna í skólunum er skírður til kristinnar trúar. Í algjöru menningarleysi er því mótmælt að kristnifræði sé kennd í skólum - í staðinn á að kenna eitthvað sem heitir trúarbragðafræði. Það verður enginn verri af því að læra smá kristindóm - án þess skiljum við ekki vestræna menningu. Börnin vinsa svo úr það sem hentar þeim. Enginn verður heilaþveginn af hálfvolgri kristni þjóðkirkjunnar. Einhver biblíufróðasti maður á Íslandi á síðustu öld var kommúnistinn Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans. Hann notaði kristnu fræðin til að berja á óvinum sínum. Hann hafði öll sítötin - viðmiðin - á hreinu. Pólitískir andstæðingar hans skildu enda höfðu þeir notið sömu menntunar. Þetta er það sem nefnist kúltúr. Því er heldur ekki hægt að halda fram að biblíulegar skírskotanir séu úreltar í samtímanum. Meðal listamanna sem nota þær ríkulega eru Bob Dylan, Monty Python, Megas. --- --- --- Flest börnin halda áfram og fermast - alveg burtséð frá Vinaleiðinni. Sum fermast reyndar "borgaralega" hjá félagsskap sem heitir Siðmennt. Raunar hef ég aldrei skilið af hverju þeir sem eru ekki trúaðir vilja hafa fermingar. Þetta mun líka hafa tíðkast í kommúnistaríkjum. Í gamla Austur-Þýskalandi voru haldnar fermingar í anda díalektískrar efnishyggju - Jugendweihe. En þetta minnir svolítið á jurtaætu sem sættir sig ekki við hlutskipti sitt og vill halda áfram að borða eitthvað sem líkist kjöti. --- --- --- Formaður Framsóknarflokksins segist vera reiðubúinn til viðræðna við aðra flokka um takmarkanir á auglýsingum í kosningabaráttunni sem er framundan. Nú er líklegt að þetta gerist hvort sem er. Búið er að setja lög þar sem kveðið er á um að fyrirtæki eða einstaklingar megi ekki leggja meira en 300 þúsund krónur í sjóði flokkanna á ári. Á móti þiggja þeir aukin framlög frá ríkinu. Gamalreyndur auglýsingamaður sem ég hitti sagði að líklega yrði minna um auglýsingar fyrir þessar kosningar en áður - lögin myndu hafa þau áhrif. Kannski væri hægt að fara í kringum þau, en líklegt væri að fyrirtækin hugsuðu líka sinn gang - að þeim létti nokkuð að geta takmarkað framlög sín til flokkanna við svo lágar upphæðir. Og þá yrði ekki jafn mikið til skiptanna og þegar sum fyrirtæki gátu dælt ótakmörkuðum fjárhæðum í stjórnmálaflokka í skjóli leyndar. Nema að fyrirtækin opni budduna þegar þau sjá fram á að Steingrímur J. verði forsætisráðherra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Við Björn Bjarnason hlustuðum báðir á Wagnersóperur nú í vetur. Það hefur mátt lesa á vefsíðum okkar. En þá vissum við ekki að Wagner hefði kannski verið klæðskiptingur - eða allavega ekki ég. Þetta leiða þrotlausar rannsóknir á klæðskerareikningum tónjöfursins í ljós. Wagner var reyndar svo fínn með sig - eða svo viðkvæmur í húðinni - að hann vildi ekki ganga í neinu nema silki næst sér. Svaf í silkivoðum. En hafi hann dressað sig upp eins og kona, hvort hefur það þá verið eins og hefðarfrú eða kannski eins og einhver fornkonan úr óperunum? Brünnhilde eða Kriemhilde eða Isolde? Einhvern veginn horfir það líka öðruvísi við ef hann hefur verið íklæddur kvenbúningi er hann samdi óperur eins og Götterdämmerung. --- --- --- Það er erfitt að sjá núorðið hverjir eru verri eða ofstækisfyllri - ofstækisfullir trúmenn eða ofstækisfullir trúleysingjar. Ég verð að viðurkenna að mér hugnast hvorugt. Hvort tveggja er afar leiðinlegt. Hópar trúleysingja eru í herferð gegn einhverju sem nefnist Vinaleið og starfar á vegum þjóðkirkjunnar. Það virðist hreinlega ekki mega kannast við það lengur að við búum samfélagi sem byggir á kristnum gildum og menningu - og að mikill meirihluti barna í skólunum er skírður til kristinnar trúar. Í algjöru menningarleysi er því mótmælt að kristnifræði sé kennd í skólum - í staðinn á að kenna eitthvað sem heitir trúarbragðafræði. Það verður enginn verri af því að læra smá kristindóm - án þess skiljum við ekki vestræna menningu. Börnin vinsa svo úr það sem hentar þeim. Enginn verður heilaþveginn af hálfvolgri kristni þjóðkirkjunnar. Einhver biblíufróðasti maður á Íslandi á síðustu öld var kommúnistinn Magnús Kjartansson, ritstjóri Þjóðviljans. Hann notaði kristnu fræðin til að berja á óvinum sínum. Hann hafði öll sítötin - viðmiðin - á hreinu. Pólitískir andstæðingar hans skildu enda höfðu þeir notið sömu menntunar. Þetta er það sem nefnist kúltúr. Því er heldur ekki hægt að halda fram að biblíulegar skírskotanir séu úreltar í samtímanum. Meðal listamanna sem nota þær ríkulega eru Bob Dylan, Monty Python, Megas. --- --- --- Flest börnin halda áfram og fermast - alveg burtséð frá Vinaleiðinni. Sum fermast reyndar "borgaralega" hjá félagsskap sem heitir Siðmennt. Raunar hef ég aldrei skilið af hverju þeir sem eru ekki trúaðir vilja hafa fermingar. Þetta mun líka hafa tíðkast í kommúnistaríkjum. Í gamla Austur-Þýskalandi voru haldnar fermingar í anda díalektískrar efnishyggju - Jugendweihe. En þetta minnir svolítið á jurtaætu sem sættir sig ekki við hlutskipti sitt og vill halda áfram að borða eitthvað sem líkist kjöti. --- --- --- Formaður Framsóknarflokksins segist vera reiðubúinn til viðræðna við aðra flokka um takmarkanir á auglýsingum í kosningabaráttunni sem er framundan. Nú er líklegt að þetta gerist hvort sem er. Búið er að setja lög þar sem kveðið er á um að fyrirtæki eða einstaklingar megi ekki leggja meira en 300 þúsund krónur í sjóði flokkanna á ári. Á móti þiggja þeir aukin framlög frá ríkinu. Gamalreyndur auglýsingamaður sem ég hitti sagði að líklega yrði minna um auglýsingar fyrir þessar kosningar en áður - lögin myndu hafa þau áhrif. Kannski væri hægt að fara í kringum þau, en líklegt væri að fyrirtækin hugsuðu líka sinn gang - að þeim létti nokkuð að geta takmarkað framlög sín til flokkanna við svo lágar upphæðir. Og þá yrði ekki jafn mikið til skiptanna og þegar sum fyrirtæki gátu dælt ótakmörkuðum fjárhæðum í stjórnmálaflokka í skjóli leyndar. Nema að fyrirtækin opni budduna þegar þau sjá fram á að Steingrímur J. verði forsætisráðherra?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun