Pakistanskar öryggissveitir hafa handtekið háttsettan leiðtoga Talibana í borginni Quetta í Pakistan. Háttsettur yfirmaður í lögreglunni þar sagði frá þessu í kvöld.
Maðurinn sem var handtekinn heitir Mullah Obaidullah Akhund og er þetta í fyrsta sinn sem Pakistan handtekur leiðtoga hjá Talibönum síðan þeim var velt af stóli árið 2001. Akund er þriðji hæst setti leiðtogi Talibana um þessar mundir og var handtekinn á mánudagskvöldið. Hann var handtekinn í kjölfar aðgerða vegna árásar Talibana á herstöð sem varaforseti Bandaríkjanna, Dick Cheney, dvaldist í um síðustu helgi.