Afmæli Kims, Evróvisjón, maður í ræktinni, spjótkast 17. febrúar 2007 22:16 Kim Jong-il, hinn mikli leiðtogi Norður-Kóreu, varð sextíu og fimm ára í vikunni. Erfitt að trúa því. Það er bara eins og séu örfá ár síðan hann var ungur maður við fótskör föður síns, Kims Il Sung. Kóreumenn álitu hann líka mikinn leiðtoga. Hann er enn kallaður "faðir þjóðarinnar". Norður-Kóreumenn hafa yfirleitt fengið aukaskammt af mat á afmæli Kims. Guardian birti af þessu tilefni myndasyrpu frá Kóreu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa henni. Algjörlega fjarstæðukennt eru orð sem koma upp í hugann - totally unreal. Sjáið generálana með medalíur eins og jólatré. Maður þyrfti eiginlega að komast til Norður-Kóreu áður en þetta hrynur allt. Verst er að enginn fær að fara þangað ef leikur grunur á að hann hafi komið nálægt blaðamennsku. Þó minnir mig að Agnes Bragadóttir hafi eitt sinn farið til Norður-Kóreu. --- --- --- Það var óvæntur glaðningur fyrir okkur Kára þegar rúmenski söngvarinn Mihail Traistariu birtist óvænt í Evróvisjón keppninni. Lag hans Tornero var óhemju vinsælt í Grikklandi í sumar - sérstaklega hjá Kára sem dansaði hálfnakinn á strandbörum við tóna þess. Um annað í Evróvisjón er best að hafa sem fæst orð. Þegar frændi minn einn var orðinn gamall sagðist hann ekki lengur geta heyrt skrækar kvenraddir. Ég veit ekki hvort það sama er að gerast með mig - en einhvern veginn heyrði ég ekki orð sem kynnir keppninnar sagði. Bara eitthvað suð. Er þetta spurning um tíðnisvið eða karlrembu? Kannski kominn tími á heyrnartæki? --- --- --- Í líkamsræktina sem ég fer í nokkrum sinnum í viku - já, það er satt - kemur líka hávaxinn ljóshærður maður sem lítur svolítið út eins og Reinhard Heydrich. Það kæmi ekki að sök - ekki getur maðurinn að þessu gert - ef skoðanir hans væru ekki svolítið i anda Heydrichs. Ég er í hálfgerðum vandræðum með þetta, því í hvert skipti sem maðurinn nær augnkontakt við mig segir hann: "Ísland fyrir Íslendinga!" Ég spurði hann um daginn hvort hann ætlaði að kjósa Frjálslynda flokkinn, en honum fannst þeir greinilega frekar linir. --- --- --- Ég var að reyna að skýra frjálsar íþróttir út fyrir Kára. Sagði honum að ein grein þeirra fælist í að henda spjóti. "Spjóti í hverja?" spurði barnið. --- --- --- En fyrst ég var að tala um Kim Jong Il, þá rifjast upp klassísk forsíða The Economist frá því árið 2000. Heill ykkur, jarðarbúar! Greetings Earthlings! Ég finn ekki betri útgáfu en þessa á netinu - en með henni fylgir eftirfarandi komment: "Af hverju klæðir hann sig alltaf eins og gamalmenni í sumarfríi?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Kim Jong-il, hinn mikli leiðtogi Norður-Kóreu, varð sextíu og fimm ára í vikunni. Erfitt að trúa því. Það er bara eins og séu örfá ár síðan hann var ungur maður við fótskör föður síns, Kims Il Sung. Kóreumenn álitu hann líka mikinn leiðtoga. Hann er enn kallaður "faðir þjóðarinnar". Norður-Kóreumenn hafa yfirleitt fengið aukaskammt af mat á afmæli Kims. Guardian birti af þessu tilefni myndasyrpu frá Kóreu. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa henni. Algjörlega fjarstæðukennt eru orð sem koma upp í hugann - totally unreal. Sjáið generálana með medalíur eins og jólatré. Maður þyrfti eiginlega að komast til Norður-Kóreu áður en þetta hrynur allt. Verst er að enginn fær að fara þangað ef leikur grunur á að hann hafi komið nálægt blaðamennsku. Þó minnir mig að Agnes Bragadóttir hafi eitt sinn farið til Norður-Kóreu. --- --- --- Það var óvæntur glaðningur fyrir okkur Kára þegar rúmenski söngvarinn Mihail Traistariu birtist óvænt í Evróvisjón keppninni. Lag hans Tornero var óhemju vinsælt í Grikklandi í sumar - sérstaklega hjá Kára sem dansaði hálfnakinn á strandbörum við tóna þess. Um annað í Evróvisjón er best að hafa sem fæst orð. Þegar frændi minn einn var orðinn gamall sagðist hann ekki lengur geta heyrt skrækar kvenraddir. Ég veit ekki hvort það sama er að gerast með mig - en einhvern veginn heyrði ég ekki orð sem kynnir keppninnar sagði. Bara eitthvað suð. Er þetta spurning um tíðnisvið eða karlrembu? Kannski kominn tími á heyrnartæki? --- --- --- Í líkamsræktina sem ég fer í nokkrum sinnum í viku - já, það er satt - kemur líka hávaxinn ljóshærður maður sem lítur svolítið út eins og Reinhard Heydrich. Það kæmi ekki að sök - ekki getur maðurinn að þessu gert - ef skoðanir hans væru ekki svolítið i anda Heydrichs. Ég er í hálfgerðum vandræðum með þetta, því í hvert skipti sem maðurinn nær augnkontakt við mig segir hann: "Ísland fyrir Íslendinga!" Ég spurði hann um daginn hvort hann ætlaði að kjósa Frjálslynda flokkinn, en honum fannst þeir greinilega frekar linir. --- --- --- Ég var að reyna að skýra frjálsar íþróttir út fyrir Kára. Sagði honum að ein grein þeirra fælist í að henda spjóti. "Spjóti í hverja?" spurði barnið. --- --- --- En fyrst ég var að tala um Kim Jong Il, þá rifjast upp klassísk forsíða The Economist frá því árið 2000. Heill ykkur, jarðarbúar! Greetings Earthlings! Ég finn ekki betri útgáfu en þessa á netinu - en með henni fylgir eftirfarandi komment: "Af hverju klæðir hann sig alltaf eins og gamalmenni í sumarfríi?"
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun