Lögreglan í Shuangcheng borg í Kína var ráðþrota þegar DNA sýni leiddi í ljós að einn og sami maðurinn hafði framið glæp á tveimur stöðum á sama tíma. Rannsóknarlögreglumenn fengu tvær tilkynningar um innbrot og nauðgun frá mismunandi stöðum.
Málið var þeim hulin ráðgáta og þeir veltu fyrir sér hvernig ein manneskja gæti framið sama glæp á tveim stöðum.
Að lokum tilkynnti hún málið til öryggisyfirvalda í Kína og kom þá ljós að um var að ræða eineggja tvíbura.
Tvíburarnir voru handteknir og báðir játuðu brotin.
Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg skiptist í tvennt og úr verða tveir einstaklingar. Þess vegna hafa þeir nákvæmlega sama erfðamengi. Tvíeggja tvíburar eru hins vegar eins og systkyn. Þeir deila einungis u.þ.b. 50 prósent af sama erfðamengi.