Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith 10. febrúar 2007 20:00 Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. Anna Nicole Smith fannst látin á hótelherbergi sínu í bænum Seminole í Flórída á fimmtudagskvöldið. Krufning á líki hennar fór fram í gær en ekkert kom þar í ljós sem útskýrt gat dánarorsök þessarar umtöluðu konu. Dánardómstjórinn útilokar ekki að of stór lyfjaskammtur sé orsökin en niðurstöður eiturefnarannsóknar munu liggja fyrir eftir nokkrar vikur. Smith var ekkja aldins auðkýfings sem lést fyrir rúmum áratug og hún lætur sjálf eftir sig fimm mánaða gamla dóttur sem allar líkur eru á að bíði arfur upp á hundruð milljóna dala. Deilt hefur verið um faðerni barnsins og nú þegar Smith er öll er útlit fyrir að þær magnist um allan helming. Smith hélt því sjálf fram að lögmaður hennar og unnusti, Howard Stern, væri faðirinn en fyrir nokkru krafðist fyrrverandi kærasti hennar, Larry Birkhead, DNA-rannsóknar til að sýna fram á að hann ætti barnið. Í gær bættist svo þriðji kandídatinn við, Frederick von Anhalt, prins og eiginmaður leikkonunnar Zsa Zsa Gabor, en að hann sögn áttu þau Smith í alllöngu ástarsambandi. Dómstóll tekur faðernismálið fyrir þann 20. febrúar og hefur dómari fyrirskipað að lík Smith verði varðveitt þangað til. Erlent Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. Anna Nicole Smith fannst látin á hótelherbergi sínu í bænum Seminole í Flórída á fimmtudagskvöldið. Krufning á líki hennar fór fram í gær en ekkert kom þar í ljós sem útskýrt gat dánarorsök þessarar umtöluðu konu. Dánardómstjórinn útilokar ekki að of stór lyfjaskammtur sé orsökin en niðurstöður eiturefnarannsóknar munu liggja fyrir eftir nokkrar vikur. Smith var ekkja aldins auðkýfings sem lést fyrir rúmum áratug og hún lætur sjálf eftir sig fimm mánaða gamla dóttur sem allar líkur eru á að bíði arfur upp á hundruð milljóna dala. Deilt hefur verið um faðerni barnsins og nú þegar Smith er öll er útlit fyrir að þær magnist um allan helming. Smith hélt því sjálf fram að lögmaður hennar og unnusti, Howard Stern, væri faðirinn en fyrir nokkru krafðist fyrrverandi kærasti hennar, Larry Birkhead, DNA-rannsóknar til að sýna fram á að hann ætti barnið. Í gær bættist svo þriðji kandídatinn við, Frederick von Anhalt, prins og eiginmaður leikkonunnar Zsa Zsa Gabor, en að hann sögn áttu þau Smith í alllöngu ástarsambandi. Dómstóll tekur faðernismálið fyrir þann 20. febrúar og hefur dómari fyrirskipað að lík Smith verði varðveitt þangað til.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent „Ég er mannleg“ Innlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira