Biblía laus við kynjað tungutak 9. febrúar 2007 20:37 Nú á að fara að gefa út svonefnda Biblíu 21. aldarinnar - það mun vera ný Biblíuþýðing, Þetta telst til talsverðra tíðinda, enda er þar tekið mið af svonefndu "máli beggja kynja" en fyrir því hefur verið rekinn áróður innan þjóðkirkjunnar, ekki síst úr röðum Kvennakirkjunnar. Þetta felur í sér að gerðar eru breytingar á íslenskum textum til að koma til móts við jafnréttissjónarmið - á ensku hefur þetta verið nefnt inclusive langage. Til grundvallar liggur að tungumálið sé útilokandi - meðal annars vegna þess hvernig karlkyni er beitt. Því þurfi að breyta málfarinu í boðun kirkjunnar. Það á að hreinsa ritninguna af því sem kallast "kynjað tungutak". Þannig segir til dæmis í Biblíunni:"Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi." Á máli beggja kynja væri þetta:"Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi." Eða: "Sælir eru hjartahreinir" sem verður þá "Sæl eru hjartahrein". Þetta hefur raunar gengið ennþá lengra en að fikta bara í kynjunum. Þannig hefur samkvæmt þessari hugmyndafræði ekki þótt nógu gott að segja "lærisveinar Jesú" - heldur hefur verið gripið til þess ráðs að segja í staðinn "vinir og vinkonur Jesú". Hins vegar er ekki vitað til þess að "falsspámönnum" hafi verið breytt í "falsspámenn og -spákonur" eða "púkum" í "púka og púkynjur". Illþýðið fellur einhvern veginn ekki undir mál beggja kynja. Þeirri venju að karlkyn á íslensku hafi hlutleysishlutverk, fylgi ekki bara líffræðilegu kyni, er semsagt hafnað - nei, nú skal tekið mið af líffærafræðinni. Ef farið er út í ystu æsar með þetta hlýtur það að teljast stórkostleg kerfisbreyting - kynjakerfi tungunnar yrði riðlað og margt yrði sjálfsagt óskiljanlegt. Eða eins og Guðrún Þórhallsdóttir málfræðingur segir - "enginn Íslendingur á mál beggja kynja að móðurmáli". Guðrún hefur skoðað þetta með augum fræðimanns og er heldur neikvæð gagnvart þessum breytingum. Guðrún var í viðtali um þetta í Silfri Egils fyrir tveimur árum. Hún ber enga ábyrgð á þessum pistli, en sumt af því sem hér segir er runnið úr smiðju hennar. Við gætum líka farið að dunda okkur við að breyta bókmenntatextum, eftirfarandi telst varla standast kröfur nútímans:"Þótt þú langförull legðir..." "Við göngum svo léttir í lundu..." "Vertu dyggur, trúr og tryggur..." Guðrún Þórhallsdóttir vitnar í Helgu Kress, einn helsta hugmyndafræðing femínista á Íslandi, sem sagði í viðtali við tímaritið Veru fyrir nokkrum árum að miklvægasta verk í jafnréttismálum næstu árin væri að breyta tungumálinu:"...það er það sem mótar vitund okkar og hugmyndir. Þöggun kvenna er tvíþætt, annars vegar er ekki á þær hlustað, hins vegar eru þær ósýnilegar. Í tungumálinu, eða réttara sagt beitingu þess, er mannkynið karlkyns." Kannski skiptir þetta engu máli, en þegar á í hlut jafn íhaldssamt tungumál og Íslenskan hlýtur þetta að vekja umræður - og kannski deilur. Kæmi ekki á óvart. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Nú á að fara að gefa út svonefnda Biblíu 21. aldarinnar - það mun vera ný Biblíuþýðing, Þetta telst til talsverðra tíðinda, enda er þar tekið mið af svonefndu "máli beggja kynja" en fyrir því hefur verið rekinn áróður innan þjóðkirkjunnar, ekki síst úr röðum Kvennakirkjunnar. Þetta felur í sér að gerðar eru breytingar á íslenskum textum til að koma til móts við jafnréttissjónarmið - á ensku hefur þetta verið nefnt inclusive langage. Til grundvallar liggur að tungumálið sé útilokandi - meðal annars vegna þess hvernig karlkyni er beitt. Því þurfi að breyta málfarinu í boðun kirkjunnar. Það á að hreinsa ritninguna af því sem kallast "kynjað tungutak". Þannig segir til dæmis í Biblíunni:"Sá sem trúir á mig mun lifa, þótt hann deyi." Á máli beggja kynja væri þetta:"Þau sem trúa á mig munu lifa, þótt þau deyi." Eða: "Sælir eru hjartahreinir" sem verður þá "Sæl eru hjartahrein". Þetta hefur raunar gengið ennþá lengra en að fikta bara í kynjunum. Þannig hefur samkvæmt þessari hugmyndafræði ekki þótt nógu gott að segja "lærisveinar Jesú" - heldur hefur verið gripið til þess ráðs að segja í staðinn "vinir og vinkonur Jesú". Hins vegar er ekki vitað til þess að "falsspámönnum" hafi verið breytt í "falsspámenn og -spákonur" eða "púkum" í "púka og púkynjur". Illþýðið fellur einhvern veginn ekki undir mál beggja kynja. Þeirri venju að karlkyn á íslensku hafi hlutleysishlutverk, fylgi ekki bara líffræðilegu kyni, er semsagt hafnað - nei, nú skal tekið mið af líffærafræðinni. Ef farið er út í ystu æsar með þetta hlýtur það að teljast stórkostleg kerfisbreyting - kynjakerfi tungunnar yrði riðlað og margt yrði sjálfsagt óskiljanlegt. Eða eins og Guðrún Þórhallsdóttir málfræðingur segir - "enginn Íslendingur á mál beggja kynja að móðurmáli". Guðrún hefur skoðað þetta með augum fræðimanns og er heldur neikvæð gagnvart þessum breytingum. Guðrún var í viðtali um þetta í Silfri Egils fyrir tveimur árum. Hún ber enga ábyrgð á þessum pistli, en sumt af því sem hér segir er runnið úr smiðju hennar. Við gætum líka farið að dunda okkur við að breyta bókmenntatextum, eftirfarandi telst varla standast kröfur nútímans:"Þótt þú langförull legðir..." "Við göngum svo léttir í lundu..." "Vertu dyggur, trúr og tryggur..." Guðrún Þórhallsdóttir vitnar í Helgu Kress, einn helsta hugmyndafræðing femínista á Íslandi, sem sagði í viðtali við tímaritið Veru fyrir nokkrum árum að miklvægasta verk í jafnréttismálum næstu árin væri að breyta tungumálinu:"...það er það sem mótar vitund okkar og hugmyndir. Þöggun kvenna er tvíþætt, annars vegar er ekki á þær hlustað, hins vegar eru þær ósýnilegar. Í tungumálinu, eða réttara sagt beitingu þess, er mannkynið karlkyns." Kannski skiptir þetta engu máli, en þegar á í hlut jafn íhaldssamt tungumál og Íslenskan hlýtur þetta að vekja umræður - og kannski deilur. Kæmi ekki á óvart.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun