Alonso segir bílinn ekki tilbúinn 9. febrúar 2007 15:32 Fernando Alonso er ekki nógu ánægður með McLaren bílinn. MYND/Getty Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso. Formúla Íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ökuþórinn Fernando Alonso, heimsmeistari síðustu tveggja ára í formúlu 1 kappakstrinum, reynir sitt besta til að draga úr væntingum til sín fyrir komandi tímabil í formúlunni með því að lýsa yfir áhyggjum sínum af keppnisbíl McLaren. Hinn 25 ára gamli Alonso yfirgaf herbúðir Renault í haust og gekk í raðir McLaren. "Bíllinn er langt frá því að vera tilbúinn fyrir fyrsta mót ársins og tíminn flýgur. Það er ljóst að hann verður ekki tilbúinn þegar tímabilið hefst í Ástralíu," sagði Alonso, en þar fer fyrsta mót tímabilsins fram þann 18. mars nk. "Bíllinn hefur verið mjög hraður á æfingum en ég tel að hann sé ekki orðinn nægilega góður til að skila liðinu efsta sæti í keppnum. Hann er einfaldlega ekki tilbúinn," segir Alonso. Spurður um hvaða lið hann telur muni verða helstu keppinautar McLaren á þessu ári sagðist Alonso ekki geta gert upp á milli nokkurra liða. "Ferrari lítur vel út og ég býst við því að Renault byrji tímabilið vel eins og venjulega. BMW gæti orðið spútniklið ársins og jafnvel blandað sér í toppbaráttuna. Ég held að Honda muni ekki ganga eins vel og bjartsýnin þar á bæ gefur til kynna," sagði Alonso.
Formúla Íþróttir Mest lesið Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Körfubolti Kveðst skilja vel hvers vegna Guðmundur var rekinn Handbolti Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Körfubolti Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Körfubolti Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Körfubolti Gekk ósátt af fundi KSÍ: „Hefði viljað að útkoman væri önnur“ Fótbolti „Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Sport Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Körfubolti Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Íslenski boltinn Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira