Knattspyrnusamband Ítalíu sagði frá því í dag að knattspyrnuleikir myndu hefjast að nýju um næstu helgi. Stjórnvöld á Ítalíu samþykktu í dag hertar öryggisráðstafanir til þess að reyna að koma í veg fyrir óeirðir á knattspyrnuleikjum.
Enginn fótboltaleikur hefur farið fram á Ítalíu síðan á föstudaginn síðastliðinn. Þá lést ungur lögreglumaður í átökum áhangenda tveggja liða, Palermo og Catania.