Bræður vilja ekki berjast 7. febrúar 2007 19:09 Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið. Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira
Bræður hafa barist á banaspjótum í Palestínu síðustu vikur og mánuði og mannfall verið mikið. Forvígismenn fylkinga Hamas og Fatah reyna að stilla til friðar. Palestínskir bræður, sem fylgja sitt hvorri fylkingunni, særðust í sömu árásinni fyrir nokkrum dögum. Þeir segjast berjast fyrir bandamenn sína en samt geti þeir aldrei miðað byssu hvor á annan. Hamada al-Ottol er 19 ára og styður Fatah-hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna. Bróðir hans, Tahseen, er tveimur árum eldri og fylgir Hamas-samtökunum að málum. Báðir særðust þeir í sömu árásinni. Byssumenn Hamas-samtakanna réðust inn á heimili frænda þeirra þar sem Hamada var staddur. Tahseen fór þangað til að vara bróður sinn við yfirvofandi árás en náði ekki þangað í tæka tíð. Hamada kjálkabrotnaði og missti annað augað þegar sprengjubrot skall á honum. Tahseen var skotinn í magann. Fjórir féllu í árásinni, tveir úr hvorri fylkingu. Bræðurnir liggja fyrir í sitthvoru herberginu á sitthvorri hæðinni á heimili foreldra þeirra. Það varð að gera eftir að til heiftarlegra rifrilda kom milli vina þeirra úr stríðandi fylkingum. Hamada gagnrýnir Hamas-liða harðlega og segir þá aðeins verja sig og sína og ráðast gegn Fatah-liðum að mikilli hörku. Hamada bindur vonir við friðarviðræður forvígismanna fylkinganna sem nú standa yfir í Mekka í Sádí-Arabíu. Hann vonar að samkomulag náist áður en bilið milli hans og Tahseens verði ekki lengur hægt að brúa. Hamada segist hafa sagt herskáum liðsmönnum beggja fylking að allir fundir séu gagnslausir á meðan þeir beini byssum sínum gegn múslimum sem Guð hafi skapað. Fyrst verði að hreinsa öll vopn af götum úti. Bræðurnir segjast skilja þjáningar hvors annars og þeir komi aldrei til með að geta beint byssu gegn hvorum öðrum. Tahseen segir sambandið við bróður sinn gott. Ekki muni þeir rífast um fylkingar Palestínumanna og stjórnmál. Rétt sé þó að hafa í huga að allir hafi sína skoðun á stöðu mála. Móðir bræðranna segir engu skipta hvora fylkingu þeir styðji, þeir verðu jú alltaf bræður. Engu skipti hvor styðji Hamas og hvor Fatah. Hún segir að Palestínumenn eigi að skammast sín fyrir að tala á þeim nótum. Allir séu þeir bræður, synir, nágrannar eða ættingjar. Friðarviðræður stríðandi fylkinga Palestínumanna halda áfram í Mekka á morgun og hefur Abbas forseti sagt að ekki verði staðið upp frá samningaborðinu fyrr en samið hafi verið um frið.
Erlent Fréttir Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Sjá meira